Réttur


Réttur - 01.04.1983, Síða 52

Réttur - 01.04.1983, Síða 52
Guöjón Italdvinsson — Ingibjörg Iialdvinsdóttir — Þorsteinn Jónsson uð áhrif hann hefur haft á flesta, sem umgengust hann. Og smiðshöggið á að skrifa nánar um hann var svo loforðið, sem Jónas frá Hriflu tók af mér, er við ræddum saman í elskulegu kvöldboði, sem Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og hans ágæta kona höfðu skipulagt fyrir okkur og bar þar margt á góma. Og það voru ekki síst orð Jónasar um Guðjón: „Hann hefði oröið mikill bolsi, ef hann hefði lifað,“ sem ollu því að ég réðst í að reyna að rannsaka nokkuð ævi hans. Árangurinn af því starfi birtist í greininni um Guðjón í „Rétti“ 1972, bls. 224-234. Ég vona að aðrir eigi eftir að skrifa meira og betur um þennan stórmerka unga mann, sem andast aðeins 27 ára að aldri, en hefur áður unnið stórvirki með andlegum áhrifum sínum. Síðan sú grein var skráð hefur sá ágæti sagnaritari og afkastamikli, Kristmundur Bjarnason, sagt frá því að Guðjón hafi stofnað „Málfundafélagið Ölduna“ 1908 og ritað mikið í blað þess félags. (Sjá „Sögu Dalvíkur“ eftir Kristmund, 2. bindi, bls. 193-204.) Ennfremur er birt í sama bindi mikið ávarp, sem Guðjón hafði samið í Höfn og sent Svarfdælingum til upplestrar á „Landnámshátíð" þeirra 26. júní 1910. Var það lesið upp og var mergjað og kom víða við. Er það birt í heild í þessu mikla sagnariti Kristmundar. Kemur Guðjón víða við sögu í bók Kristmundar og er ljóst að hann hefur barist fyrir stofnun ungmennahreyfingar- innar. Snorri Sigfússon ásamt Þórarni Eldjárn, segir svo frá að Guðjón hafi komið úr skóla Georgs Brandesar og kannski líka Karls Marx. Svo sterk eru áhrifin frá Guðjóni Bald- vinssyni og minningin um hann, að þegar „Aldan“ er endurvakin 1918, þá er Guð- jóns sérstaklega minnst á þeim fundi og jafnvel rætt um að reisa honum minnis- 116

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.