Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 41
en hann dó og var honum þá mjög brugðið. Augljóst var að hverju fór. Þar með er lokið löngu og ströngu stríði. Kona Ólafs er Jóhanna Axelsdóttir Jónssonar alþingismanns og Guðrúnar Gísladóttur. Jóhanna og Ólafur eignuðust tvo drengi, Gísla Rafn, 14 ára, og Þorvarð Tjörva 6 ára. Ólafur var dulur maður en því gat enginn maður leynt hversu gott og einlægt samband þeirra Jóhönnu var. í veikindunum síðustu árin hefur Jóhanna staðið sig með ólíkindum, orðið „hetja“ kemur í hug minn, þegar ég hugsa um allar næturnar sem hún vakti yfir Óla síðasta sprettinn eða alla óvissuna milli vonar og ótta sem hún hefur mátt búa við á síðustu árum. í þeirri baráttu sýndi Jóhanna þrek og styrk svo að fá dæmi eru slíks. Henni auðnaðist þá ekki einasta að auðvelda Ólafi erfiða baráttu, henni tókst einnig með styrk sínum og reisn að hjálpa öðrum þessa síðustu daga. Sérstaklega koma mér í hug Einar og Sigríður. Öllu þessu fólki sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Því miður erum við Nína, kona mín, ekki heima á útfarar- daginn, en með þessum orðum flytjum við kveöjur okkar. Ég færi Ólafi þakkir fyrir vináttu og hlýhug í tvo áratugi, björt unglingsár og skemmtilegt samstarf síðan. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins og Þjóð- viljans flyt ég og samúðarkveðjur. Áhrifin af ævistarfi Ólafs R. Einars- sonar eiga eftir að koma betur í ljós á komandi árum. Hann er í raun fyrsti maðurinn sem sinnir sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar af sérstökum myndarskap í samfelldu starfi með útgáfu bóka og greina, kennslu og fyrirlestra. Það starf var unnið í ljósi alþjóðahyggjunnar mcð sýn um heim allan þar sem alþýða berst fyrir rétti sínum gegn kúgun og arðráni. Sú barátta heldur áfram lengi, lengi. Á þeirri vegferð mun starf Ólafs R. Einars- sonar verða að liði. l’annig er hann samferða okkur þrátt fyrir allt. Svavar Gestsson. II Axel Jónsson, fyrrv. alþingismaður reit eftirfarandi í Morgunblaðið 22. júní: Ólafur Rafn Einarsson, sagnfræðingur og menntaskólakennari, var sonur hjón- anna Einars Baldvins Olgeirssonar, fyrr- verandi alþingismanns og Sigríðar Þor- varðsdóttur. Ólafur var mikill áhugamaður um iélags- mál og stjórnmál, enda höfðu forfeður hans í báðar ættir verið virkir áhugamenn í þeim greinum. Einar Olgeirsson er löngu þjóðkunnur sem félagsmálafrömuður og litríkur stjórn- málamaður. Einar var sonur Olgeirs bak- ara Júlíussonar Kristjánssonar bónda á Baröi á Akureyri. Olgeir var ritari í fyrstu stjórn Verkamannafélags Akureyrar, sem talið er stofnað 19. apríl 1897. Starfsemi fclagsins lá síðar niðri um hríð en var endurreist 1906. Móðir Einars var Sólveig Gísladóttir bónda á Grund í Svarfaðardal Pálssonar er síðast var prestur í Viðvík Jónssonar bónda í Sælingsdal og konu hans Sólveigar Gísladóttur frá Hvítadal. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.