Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 36

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 36
vinur hans frá gamalli tíð, segir svo í bréfí til mín: „Við kunningar hans sem þekktum til gáfna hans og fræðistarfa söknum nú góðs vinar og rösklegs verkmanns úr íslenskum vísindum. Það verður seint fyllt í skörðin, sem hann hverfur frá.“ En sérstaklega á þó „Réttur“ Ólafí mikla skuld að gjalda. Þegar Ólafur kom heim frá Noregi, lagði hann til að við gerbreyttum svip og innihaldi þessa hálfrar aldar gamla tímarits. Þetta nýsköpunarstarf Ólafs tókst vel: fjölbreytt efni, myndir miklar og listræn kápa Þrastar Magnússonar hafa endurskapað hið forna rit, en slakað þó ei á baráttuandanum. Vissulega mátti oft betur gera, einkum síðustu árin, er Réttur galt veikinda Ólafs. En nú er svo stórt skarð fyrir skildi að Réttur verður að treysta á vini sína og samstarfsmenn í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, frumkvæði þeirra og áhuga, ef takast á að gera Rétt svo úr garði í framtíðinni sem Ólafur sá í draumsýn sinni, þá hann framkvæmdi gerbreytinguna 1967. Sú sterka samúð, hinn ríki skilningur á lífsverki hans og sá heiti hugur, sem við aðstandendur hans höfum fundið hjá svo miklum fjölda fólks — og þökkum af öllu hjarta — vona ég megi verða til þess að efla þá krafta, er haldið geti áfram starfínu á hinum ýmsu sviðum, sem hann varð að hverfa frá svo alltof snemma. Ritstj. I. Svavar Gestsson reit eftirfarandi eftirmæli í Þjóðviljann 22. júní Eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm lést vinur minn og félagi í tvo áratugi, Ólafur Rafn Einarsson, 11. júní síðastlið- inn, aðeins 40 ára að aldri. Sár harmur er kveðinn að fjölskyldu hans og okkur öllum sem þekktum hann. Þann harm getum við ekki sefað, en hitt verður gert í minningu Óla að fara vel með tilfinningar sínar — einkum hinar sáru. Ólafur Rafn Einarsson var fæddur 16. janúar 1943 í Reykjavík. Hann var yngra barn hjónanna Einars Olgeirssonar og Sigríðar Þorvarðardóttur. Eldra barn þeirra er Sólveig kennari við Menntaskól- ann við Sund. Ólafur ólst upp í foreldra- húsum og naut þar óvenjulegs ástríkis foreldra sinna og fjölskyldu. Aðstæður í uppeldi hans voru um margt óvenjulegar; 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.