Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 53
varða, sem ei verður þó úr. í þessu félagi
voru m.a. Þorsteinn Jónsson kaupmaður
og Gunnlaugur Hallgrímsson kennari.
Félag þetta varð þó skammlíft. — Er
ekki ólíklegt að Ungmennafélag Svarf-
dæla, sem stofnað var 1909 af þeim
Snorra Sigfússyni og Þórarni Eldjárn,
hafi fyllt það rúm, er var fyrir félagskap
af því tagi. En Guðjón hefur og hafið
baráttu fyrir ýmsum áhugamálum Ung-
mennafélaganna. —
í Ungmennafélaginu var margt kvenna,
m.a. Steinunn Jóhannesdóttir, sem löng-
um var síðan í stjórn Verkakvennafélags-
ins Einingar á Akureyri.
í fyrstu stjórn Ungmennafélagsins voru
þeir Snorri formaður, Sigurður B. Jóns-
son ritari og Þórarinn ELdjárn gjaldkeri.
Það er von mín að fleiri verði til að
rannsaka og rita um starf þessa stórmerka
brautryðjanda í félagsmálum og stjórn-
málum sem Guðjón Baldvinsson hefur
verið.
Þá lætur Kristmundur að því liggja að
Guðjón hafi í bréfi 1907 hvatt óbeint til
samtaka með verkamönnum og að menn
kynni sér tímarit o.s.frv. En Verkamanna-
félag Svarfdæla var stofnað 1916 og starf-
aði til 1922. (Sjá rit Kristmundar II. bindi,
„Verkamannafélag Svarfdæla“, bls. 260-
277.)
Var það stofnað að tilhlutan Verka-
mannafélags Akureyrar, er sendi þá
Trausta Reykdal og Jón Friðfinnsson til
að framkvæma verkið. En þeir voru báðir
löngum í stjórn Verkamannafélags Akur-
eyrar. Meðal stjórnenda í Verkamanna-
félagi Svarfdæla voru m.a. Kristinn Jóns-
son, Hrafnsstaðakoti, löngum forustu-
nraður verkalýðshreyfingar þar, og Sig-
valdi Þorsteinsson frá Upsum, er varð
einn af bestu baráttumönnum sósíalista á
Akureyri síðar. (Heimildir úr bók Krist-
mundar.)
E.O.
117