Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 57

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 57
Aukningu bandaríska hernámsins á íslandi mótmælt með fjöldafundi við komu Bush. Watergate-klíkan „íslenska“ gerir nýjan landráðasamning við bandaríska hervaldið Einn nagli enn í líkkistu íslensku þjóðarinnar, — ef hún ekki áttar sig í tíma. Erindreki bandarísku „hernaðar- og stóriðju-samsteypunnar‘% George Bush varaforseti undirritaði 5. júlí nýjan „samning“ um aukin umsvif Bandaríkjahers á íslandi við þá Watergate-klíku íhalds og Framsóknar, sem hefur nú tekið völdin og þykist hvorki þurfa að spyrja þing né þjóð, því þeir ætla sér að græða á framkvæmdunum sameiginlega. Þessu landráðaframferði var mótmælt á fjöldafundi 5. júlí. Það er rétt að ryfja upp samskipti Bandaríkjastjórnar og íslendinga þessi 42 hernámsár, því nú er skipt um afstöðu í flokkum íhalds og Framsóknar. 1941 í júlí 1941 hertókBandaríkjaherísland. Cordell Hull, utanríkisráðherra, orðar það svo í endurminningum sínum: „Á Norður-Atlantshafi stigum við stórt skref okkur sjálfum til varnar með því að senda hernámslið til íslands í byrjun júlí.“ (Leturbr. mín.) Hann var ekkert að fela ofbeldið, enda sagði þáverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, við mig: „Það var raunverulega enginn samningur. Okkur voru settir 24 klukkustunda úrslita- kostir.“ — En „samningar“ voru það látnir heita á yfirborðinu, til að firra Bandaríkjastjórn út á við þeirri smán að hafa ráðist á hlutlausa, vopnlausa smáþjóð. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.