Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 51
100 ár
Guðjón Baldvinsson
frá Böggvisstöðum
Þann 1. júlí í ár voru liðin 100 ár síðan Guðjón Baldvinsson fæddist á
Böggvisstöðum í Svarfaðardal, — sá maður, sem m.a. vakti til pólitískrar
starfsemi tvo menn, sem urðu leiðtogar róttækrar sósíalístiskrar vakningar á
öðrum áratug aldarinnar, en áttu svo eftir að þróast hver á sinn hátt er á leið.
Fyrir mér hefur mynd þessa manns
verið að skýrast og vaxa frá því á unglings-
árum. Ég fór þá oft með móður minni út
á Dalvík. En hún var Svarfdælingur,
Solveig Gísladóttir, bónda á Grund, Páls-
sonar prests og sálmaskálds á Völlum.
Meðal bestu vina hennar voru þau hjónin
Ingibjörg Baldvinsdóttir og Þorsteinn Jóns-
son kaupmaður. í borðstofu þeirra hékk
milli glugganna stór mynd af ungum
manni. Aðspurð sagði Ingibjörg: „Petta
er Guðjón Baldvinsson, bróðir minn.
Hann var bestur allra okkar systkinanna.“
En þau voru mörg. Ættin var stór. Systir
Baldvins á Böggvisstöðum hét Snjólaug
og giftist Sigurjóni á Laxamýri. Peirra
sonurer Jóhann, hið mikla leikritaskáld.
Á þriðja áratugnum, er Ólafur Friðriks-
son verður fertugur í ágúst 1926 byrja
tvær afmælisgreinarnar í Alþýðublaðinu
um hann með þessum orðum: „Maður er
nefndur Guðjón Baldvinsson.“ Það voru
greinar Ríkharðs Jónssonar myndhöggv-
ara og Jakobs Smára, er voru vinir beggja.
Pegar við svo tókum við Rétti og ég las
grein Sigurðar Nordal um Guðjón, bekkj-
arbróður sinn og vin, varð mér ljóst hve
sjálfstæður og gersamiega hleypidómalaus
hugsuður og heimspekingur þessi ungi
maður hefur verið.
Þannig jukust kynnin af Guðjóni koll
af kolli. Ég fékk að lesa bréf hans til
Sigurðar Nordal, sem voru efni í mikla
ritgerð. Og ég kynntist því hve kyngimögn-
115