Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 51

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 51
100 ár Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum Þann 1. júlí í ár voru liðin 100 ár síðan Guðjón Baldvinsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, — sá maður, sem m.a. vakti til pólitískrar starfsemi tvo menn, sem urðu leiðtogar róttækrar sósíalístiskrar vakningar á öðrum áratug aldarinnar, en áttu svo eftir að þróast hver á sinn hátt er á leið. Fyrir mér hefur mynd þessa manns verið að skýrast og vaxa frá því á unglings- árum. Ég fór þá oft með móður minni út á Dalvík. En hún var Svarfdælingur, Solveig Gísladóttir, bónda á Grund, Páls- sonar prests og sálmaskálds á Völlum. Meðal bestu vina hennar voru þau hjónin Ingibjörg Baldvinsdóttir og Þorsteinn Jóns- son kaupmaður. í borðstofu þeirra hékk milli glugganna stór mynd af ungum manni. Aðspurð sagði Ingibjörg: „Petta er Guðjón Baldvinsson, bróðir minn. Hann var bestur allra okkar systkinanna.“ En þau voru mörg. Ættin var stór. Systir Baldvins á Böggvisstöðum hét Snjólaug og giftist Sigurjóni á Laxamýri. Peirra sonurer Jóhann, hið mikla leikritaskáld. Á þriðja áratugnum, er Ólafur Friðriks- son verður fertugur í ágúst 1926 byrja tvær afmælisgreinarnar í Alþýðublaðinu um hann með þessum orðum: „Maður er nefndur Guðjón Baldvinsson.“ Það voru greinar Ríkharðs Jónssonar myndhöggv- ara og Jakobs Smára, er voru vinir beggja. Pegar við svo tókum við Rétti og ég las grein Sigurðar Nordal um Guðjón, bekkj- arbróður sinn og vin, varð mér ljóst hve sjálfstæður og gersamiega hleypidómalaus hugsuður og heimspekingur þessi ungi maður hefur verið. Þannig jukust kynnin af Guðjóni koll af kolli. Ég fékk að lesa bréf hans til Sigurðar Nordal, sem voru efni í mikla ritgerð. Og ég kynntist því hve kyngimögn- 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.