Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 62
INNLEND
VÍÐSJÁ
u
Eðvarð Sigurðsson látinn
Maöurinn mcö sigðina heldur áfram að
höggva hin djúpu skörð í raðir okkar
sósíalista, þeirrar kynslóðar, er lífskjara-
byltinguna gjörði á Islandi.
Sunnudaginn lO.júlí andaðist Eðvarð
Sigurðsson, besti leiðtogi verkalýðssam-
takanna í okkar kynslóð. Þessa ágæta
félaga og mikla baráttumanns verður ræki-
lega minnst í næsta hefti Réttar.
Eðvarð var 72 ára, er hann lést, fæddur
18. júlí 1910 að Nýjabæ í Garði í Gull-
bringusýslu.
Sigurður Guðgeirsson látinn
Sigurður Guðgeirsson andaðist 6. júlí
1983, aðeins 57 ára að aldri, fæddur 30.
maí 1926, sonur hins — nú háaldraða
baráttumanns verkalýðshreyfingarinnar
Guðgeirs Jónssonar bókbindara og Guð-
rúnar Sigurðardóttur.
Sigurður lærði prentiðn, var lengi vél-
setjari bjóðviljans, en var vegna hæfileika
sinna eftirsóttur í önnur störf, sérstaklega
ábyrgðarstörf á vegum verkalýðshreyfing-
arinnar, svo sem formennsku Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, formennsku Bygging-
126