Réttur


Réttur - 01.04.1983, Page 42

Réttur - 01.04.1983, Page 42
Séra Páll var víðfrægur kennimaður og sálmaskáld á sinni tíð. Kona séra Páls var Kristín Þorsteinsdóttir stúdents í Laxár- nesi í Kjós Guðmundssonar. Koma þar saman ættir Ólafs og Jóhönnu konu hans í ætt móður hennar Guðrúnar Gísladóttir frá írafelli í Kjós, er sú ætt rakin í bókinni Kjósarmenn allt til Jóns Pálssonar í Mið- dal í Kjós er uppi var frá 1480 til 1562. Jón var bróðir Alexíusar Pálssonar síðasta ábóta í Viðeyjarklaustri. Börn þeirra séra Páls og Kristínar voru auk Gísla bónda á Grund m.a. þau Snorri Pálsson, alþingis- maður og verslunarstjóri á Siglufirði og Kristín fyrsta kona Einars Baldvins al- þingismanns Guðmundssonar bónda og umboðsmanns á Hraunum í Fljótum og konu hans Helgu Guðlaugsdóttur bónda á Neðra-Ási í Hjaltadal. Einar Baldvin var bóndi á Hraunum l'rá 1863 til 1898. Fór til Noregs 1878 til að kynna sér bátasmíði, en kynnti sér um leið niður- suðu matvæla og liófu þeir Snorri mágur hans slíkan iðnað. Einar var kaupmaður í Haganesvík frá 1898 til æviloka 1910. Stundaði hann jafnframt brúar- og skipa- smiðar. Eftir hann eru margar greinar í Andvara frá þeim tíma um bátasmíðar og fleira. Þeir mágar Snorri Pálsson og Einar Baldvin voru miklir stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar. Sólveig móðir Einars Ol- geirssonar missti föður sinn þegar hún var fjögurra ára gömul og ólst hún upp frá því hjá föðursystir sinni og Einari Baldvin á Hraunum og mat hún fóstra sinn mikils. Móðir Ólafs er Sigríður Þorvarðsdóttir prentsmiðjustjóra Þorvarðarsonar hrepp- stjóra á Kalastöðum í Hvalfjarðarstrand- arhreppi Ólafssonar smiðs á Kúludalsá í Innri Akraneshreppi, en síðar keypti hann Kalastaðatorfuna og bjó á Kalastöðum. Ólafur var tvíkvæntur, seinni kona hans, móðir Þorvarðar, var Kristín Þorvarðar- dóttir lögréttumanns á Kiðafelli í Kjós og Brautarholti á Kjalarnesi Einarssonar bónda á Kiðafelli. Ólafur var hinn mesti búhöld- ur, stundaði einnig skipasmíðar, hann var lögréttumaður hin síðustu ár Öxarárþings. Bræður Kristínar voru séra Oddur Þor- varðarson á Reynivöllum í Kjós 1744 til 1804 og Kort Þorvarðarson bóndi í Flekku- dal í sömu sveit 1760 til 1821, er þetta mikill ættbálkur í Kjósinni og koma ættir Ólafs og Jóhönnu einnig saman í móður- ætt hans. Þorvarður var mikill félagmálamaður. Hann var fyrsti formaður Hins íslenska prentarafélags og heiðursfélagi þess. Starf- aði mikið í Góðtemplarareglunni. Stofn- andi barnablaðsins Æskunnar. Bæjarfull- trúi í Reykjavík 1912-14. Var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og fyrsti formaður þess. Fyrri kona hans, móðir Sigríðar, var Sigríður Jónsdóttir tómthúsmanns Ara- sonar í Skálholtskoti og konu hans Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Jón Arason var bæjarfulltrúi tómthúsmanna í Reykjavík þegar tómthúsmenn kusu sér til bæjar- stjórnar. Eins og hér hefur verið lauslega drepið á átti Ólafur ættir að rekja til mikilla félagsmálamanna. Ólafur nam sagnfræði og fornleifafræði við Oslóarháskóla og lauk þaðan BA- prófi og síðar cand. mag.-prófi frá Há- skóla íslands 1969. Ólafur kenndi með námi við Víghólaskóla í Kópavogi 1966- 69. Kennari við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli 1969-71. Þá réðst hann kennari við Menntaskólann við Tjörnina, síðar við Sund. Auk þess var hann stundakenn- ari við Háskóla Islands. 106

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.