Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 11

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 11
skurði varðandi deilumál sem upp kunna að koma samkvæmt álsamningnum. Meðal annars var því haldið fram í þessum umræðum, svo kostulegt sem það nú er og fróðlegt til upprifjunar nú, að í rauninni þá væri þessi gerðardómur útlendinga alls ekki svo slæmur, og það væri gott fyrir- komulag að hafa þannig lagaðan gerðar- dóm. Það var gengið svo langt að fullyrða að hann væri betri en íslenskir dómstólar. Ef eitthvað væri hann snöggtum skárri. Þessi yfirlýsing vakti mjög mikla athygli á alþingi á þeim tíma, og kvaddi menn til mótmæla, sérstaklega vegna þess að á alþingi sátu þá menn sem höfðu barist fyrir því sjálfir að koma dómsvaldinu inn í landið. Eysteinn Jónsson gerði þetta mál að sérstöku umræðuefni og sagði: „Að ráðherra hélt fram þcirri nýstárlegu kenningu að gerðardómur af þessu tagi gæti verið hetri en íslenskir dómstólar. Til hvers höfum við þá verið að herjast fyrir að fá dómstóla inn í landið og sjálfstætt dómsvald? Er það ekki einmitt höfuðcinkenni á sjálfstæðu ríki að hafa sjálfstætt dómsvald. En nú lieyrir maður að ráðhcrrar landsins segja, að gerðar- dómur erlendis geti verið betri en íslenskir dómstól- ar til þess að Ijalla um málefni fyrirtækja á Islandi, fyrirtækis á íslandi sein á að heita íslenskt fyrirtæki, a.m.k. vera skrásett íslenskt fyrirtæki. Það kalla ég heldur nýstárlegt“, hélt þingmaðurinn áfram „og ég held að ég hafi hcldur ekki misskilið það, að ráðherra liafi sagt, að þessi uppástunga um það að hafa erlendan gerðardóm í stað þess að fyrirtæki kæmu undir íslensku lögsögu, þessi uppástunga hali komið frá íslenskri hlið“. íslensk tillaga? Ég vil vekja athygli á þessu atriði, að það er talið í þessum umræðum um álbræðsluna í Straumsvík og því er ekki mótmælt sérstaklega, að hugmyndin um útlendan dómstól til að skera úr um ágreiningsefni hafi komið frá íslensku samninganefndinni. Þetta finnst mér vera fróðlegt atriði eins og allt það, sem kemur fram í þeirri ræðu, sem Eysteinn Jónsson flutti og eins og ég gat um áðan, tekur yfir 25 dálka í alþingistíðindum. Væri vissulega ástæða til þess að rekja þessa ræðu miklu ítarlegar vegna þess að Fram- sóknarflokkurinn hefur nú látið snara sig í þessar álviðjar með því að flytja þá tillögu sem hér liggur fyrir undir forystu háttvirts 6. þingmanns Suðurlands, Egg- erts Haukdals. í umræðunum um álbræðsluna í Straums- vík var eðlilega komið nokkuð víða við og m.a. var fjallað um tilraunir manna á fyrri árum til þess að fá útlendinga hér inn í atvinnulífið í landinu. Það var m.a. minnt á það, að árið 1927 í febrúar var lagt fram stjórnarfrumvarp fyrir alþingi frá þáverandi ríkisstjórn Jóns Þorláksson- ar og Magnúsar Guðmundssonar um sér- leyfi til handa Títan, erlendu félagi, til þess að fá að leggja járnbraut frá Þjórsá til Reykjavíkur til þess að fá að virkja Urriðafoss, 160 þúsund hestöfl, og til að koma upp verksmiðju til saltpétursvinnslu eða annarrar áburðarvinnslu í Skildinga- nesi. Um afstöðuna til þessastjórnarfrum- varps ríkisstjórnar Jóns Þorlákssonar skiptust menn. í frumvarpinu var gert ráð fyrir því, að gerður yrði samningur við Títanfélagið til ársins 1997 eða til 70 ára. Það var ríkisstjórnin sjálf, sem lagði þetta frumvarp fyrir 1927, stjórn gamla íhalds- flokksins og þetta frumvarp var svo að lokum samþykkt í heild á þinginu. Andstaöa Ólafs Thors í deilunni um þetta mál sem var mjög hörö á alþingi tóku margir til máls; meðal þeirra sem gagnrýndu samninginn var einn þingmaður, sem þó tilheyrði ríkis- stjórnarliðinu, sem þá var. Það var Ólafur 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.