Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 25
okkar þjóðar til þess að ráða málum sínum sjálf með því að troða álverinu upp á landsmenn með þeim hætti sem ég hef hér lýst. Sú stjórn taldi, að hér þyrfti að reisa 20 álver vegna þess að við höfðum fært landhelgina út að fullu í 12 mílur, og það væri ekki hægt að bæta þar neinu við. Sú stjórn gerði nauðungarsamninga við Breta og Vestur-Þjóðverja um það að landhelgin skyldi aldrei færð út úr 12 mílum nema með leyfi Breta og Vestur- Þjóðverja. Sem betur fer var þessari stefnu hnekkt. Þessari stefnu var hnekkt með stofnun vinstri stjórnarinnar 1971, sem starfaði til 1974. Það var stjórn þar sem Alþýðubandalagið fór með sjávarút- vegsmál og landhelgin var færð út í 50 sjómílur. Alstefnan varð sér þá til skamm- ar. Orkusölustefnan til hinna erlendu auð- hringa varð sér þá til skammar. Við höfum nú á liðnum árum verið að byggja upp hér í landinu íslenska stefnu í orkunýtingu, íslenska iðnaðar- og at- vinnustefnu. Við höfum trú á því að sú stefna sé affarasælli fyrir sjálfstæði þjóðar- innar en sú stefna sem álbarónarnir boða hér með þingsályktunartillögunni, sem hér liggur fyrir. Virðingarleysi þeirra hins vegar við málið og alþingi og hæstvirtan forseta er auðvitað með slíkum emdem- um, að aldrei hefur annað eins sést á þeim árum, fáum að vísu, sem ég hef verið hér í þinginu. Flutningsmenn láta ekki sjá sig. Þeir forðast að koma hér í salinn og þá sjaldan þeir koma í salinn, þá gjamma þeir fram í eitthvert ráðleysisnöldur og örsjaldan bregður þó fyrir háttvirtum þingmanni, Friðrik Sófussyni. (Fr.S.: Ég hlustaði á háttvirtan ráð- herra). Og að lokum væri kannski fróðlegt, úr því að háttvirtur þingmaður Friðrik Sófus- son er kominn í salinn að spyrja hann nokkurra spurninga um þessi mál. Ég spurði hér í upphafi ræðu minnar hvort ákveðið hefði verið hver yrði formaður í þessari nefnd sem þarna á að fara að kjósa? Hver verður formaður í þeirri nefnd? Ég iegg þá spurningu fyrir háttvirt- an þingmann, Friðrik Sófusson. (Fr.S.: Það stendur í þingsályktun- artillögunni, er það ekki? Þeir eru miklu síður í Alþýðubandalaginu). Tekst Alusuisse að rjúfa eininguna um íslenskan málstað? Nei, því miður. Það er nú kominn tími til að þú kannaðist við það að þú hefðir lítið lært af okkur. En kannski geturðu lært eitthvað aðeins af okkur í þessum efnum og þess vegna erum við að reyna að tala við þig hér og þykir vænt um að sjá þig hér í salnum. En hér er það að gerast, að álhringurinn Alusuisse, er að kljúfa íslend- inga. Það er verið að byggja hér múr á milli manna á íslandi, annars vegar Al- þýöubandalagsins og þeirra sem vilja standa fast á íslenskum málstað og hinna sem vilja ganga í verkin fyrir Alusuisse. Hér er komið að grundvallaratriði í allri stjórn- málasögu eftirstríðsára á íslandi. Hér stöndum við og ræðum um þetta inál á þessari löggjafarsamkomu þessarar litlu þjóðar um hánótt til að ræða um þessi grundvallaratriði og hvað er að gerast? Það bíða menn í Zúrich í höfuðstöðvum Alusuisse eftir niðurstöðum þessara um- ræðna. Verður samþykkt hér tillaga um að alþingi íslendinga hneigi sig fyrir Alu- suisse eða sjá menn sóma sinn í því að draga skömmina til baka? Þá yrði sómi flutningamanna meiri en ella. Herra forseti, Ég hef lokið máli mínu að sinni. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.