Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 58

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 58
1944 Hermálaráð Bandaríkjanna ákveður að tryggja sér herstöðvar á íslandi að stríðs- lokum til 99 ára. Þessvegna er sendiherra Bandaríkjanna látinn viðurkenna lýðveld- ið og halda hræsnisræðu á Þingvöllum 17. júní. En undir bjó hin kaldrifjaða áætlun að fórna íslendingum í væntanlegu stríði með því að gera landið að öflugasta hervirki Bandaríkjanna gegn Evrópu. 1945 Bandaríkin heimta 1. október þrjár herstöðvar á íslandi undir bandarísk yfír- ráð til 99 ára: Keflavík, Skerjafjörð, Hvalfjörð. — ísland skyldi gert að mikil- vægustu árásarstöð í því stríði gegn Sovét- ríkjunum er herforingjaráð Bandaríkj- anna á fundi sínum 18. sept. 1945 hafði samþykkt áætlun um. Ólafur Thors lýsti „tilmælum“ Banda- ríkjastjórnar svo árið eftir: „í fyrra báðu Bandaríkin okkur um Hvalfjörð, Skerjafjörð og Keflavík. Þau fóru fram á langan leigumála, kannski 100 ár, vegna þess að þau ætluðu að leggja í mikinn kostnað. Þarna áttu að vera vold- ugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju um hvað þar gerðist. Þannig báðu Bandaríkin þá um land af okkar landi, til þess að gera það að landi af sínu landi. Og margir óttuðust að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis íslenska þjóðin! Enn var ekki búið að heilaþvo þjóðina. Hún reis upp, sagði nei. „Samningurinn“ 1941 var svikinn með því að Bandaríkjaher sat áfram á íslandi, en átti að fara burt í stríðslok samkvæmt „samningnum“. 1946 Undir hótun Bandaríkjahers að sitja hér áfram, var Ólafi Thors leyft að gera Keflavíkursamninginn, til að bjarga and- liti Bandaríkjanna út á við. — Þarmeð var herinn fastgróinn, til að byrja með látinn hafa fataskipti. 1949 Atlantshafssamningurinn er knúinn í gegn á Alþingi með lögbrotum og loforð- um, sem Bandaríkjastjórn var ákveðin í að svíkja. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lét fjögur loforð fylgja: Hið þýðingarmesta að aldrei skyldi vera hér her á friðartím- um. — Hermann Jónasson vildi fá þessi ákvæði inn í samninginn, en því var neitað. Sat hann þá hjá við atkvæða- greiðsluna, en kvaðst hafa greitt atkvæði á móti, ef hann væri ekki formaður Framsóknarflokksins. 1951 Það voru ekki liðin nema 2 ár, er Banda- ríkjastjórn sveik loforðið, sem inngangan í Nato byggðist á: herlaust land. í júlí- byrjun 1951 hertók bandarískur her ísland og hefur setið hér síðan. — Ríkisstjórn- inni var rétt fíkjublað til að skýla sameig- inlegri nekt ofbeldisaðilans og undirlægj- 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.