Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 12

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 12
Thors, þá nýlega kominn inn á alþingi og hann sagði þá m.a. með leyfi hæstvirts forseta: „Ég er þess nefnilega fullviss“, sagði Olafur Thors, „að ef erlent fjármagn tekur til starfa hér á landi í svo ríkum mæli, mundi sjálfstæði voru stafa af því veruleg hætta, enda bendir reynsla annarra smáþjóða til þess. Við íslendingar höfum nokkra reynslu í þessum efnum þó að hún sé að vísu eigi alveg hliðstæð þar sem er fiskveiðilöggjöf vor og landhelgislöggjöf. Vér höfum þráfaldlega rekið oss á það að í hvert skipti sem oss þykir æskilegt að gera einhverjar breytingar á þessum lög- um, hafa útlendingar risið upp og mót- mælt aðeins vegna þess að þeir eiga hér nokkurra hagsmuna að gæta á þeim svið- um. Það er nú ljóst,“, hélt háttvirtur þingmaður áfram „að þeim mun víðtækari sem starfsemi þeirra verður hér á landi, þeim mun oftar munu þeir þykjast þurfa að hafa afskipti af löggjöf vorri og þeim mun tíðara mun það verða að sjálfsákvörð- unarréttur vor mun hindraður sakir hags- muna útlendinga. M.a. í þessu liggur stórvægileg hætta“, sagði þessi þingmað- ur. Hvaða flokki tilheyra þeir menn nú á alþingi Islendinga, sem myndu láta sér þessi orð um munn fara? Sjálfstæðisflokki, flokki Ólafs Thors? Svarið er nei. Það er löngu liðin tíð að menn tali svona í þeim flokki. Alþýðuflokki? Svarið er nei. Um það þarf ekki að ræða mikið hér. Framsóknarflokki? Þeir voru til, til skamms tíma, eru kannski enn, sem gætu látið sér svona orð um munn fara. En þeir eru fáir og það er langt frá orðum til athafna, orðum af þessu tagi sem ég var að vitna í hér, ekki frá alræmdum komm- únistaleiðtoga af einu eða neinu tagi, heldur frá Ólafi Thors. Það er langt frá þeim orðum yfir til þeirra athafna að leggja fram tillögu til þingsályktunar um viðræðunefnd við Alusuisse undir forystu háttvirts þingmanns Eggerts Haukdals. „Eg er þess nef'nilega fullviss“, sagði Ólafur Thors, „að ef erlent fjármagn tekur til starfa hér á landi í svo ríkum mæli, mundi sjálfstæði voru stafa af því veruleg hætta, enda bendir rcynsla annarra smáþjóða til þess“. Hér eru mælt orð af framsýni og hyggju- viti. Hér talaði foringi atvinnurekenda- auðvaldsins á íslandi árið 1927. Og svo mikið er víst, að hann var þá framsýnni en þeir þingmenn Framsóknarflokksins sem nú standa að því að flytja þessa tillögu hér á þingskjali 467. Framsóknarflokkurinn hefði í dag mátt vera stoltur af því að eiga í sínum röðum mann sem mælti slík orð. Og hefði hátt- virtur þingmaður Halldór Ásgrímsson, sem nú er genginn til náða, trúi ég, lagt í það að koma í ræðustólinn, þá hefði hann því miður ekki talað eins og Ólafur Thors gerði árið 1927. Svona líður tíminn, bæði fyrir mennina og þjóðina alla og fyrir Framsóknarflokkinn. En hann bætti við, þessi síðar formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðtogi Kveldúlfs- auðvaldsins hér í landinu, þegar hann sagði: „Eg vil ennfremur benda á að erlendur atvinnu- rekstur mun ávallt veröa stopull fyrir þjóðfélagiö. Erlendir menn hugsa fyrst og fremst um sinn hag en þeir sem grónir eru upp með þjóöinni, munu að vonum taka miklu mcira tillit til hagsmuna hennar lieldur en útlcndingar". Grunndvallarkenningin um íslenska atvinnuvegi Hér er komið að tilteknu grundvallar- atriði, sem skiptir ákaflega miklu máli, aö 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.