Réttur


Réttur - 01.04.1983, Page 35

Réttur - 01.04.1983, Page 35
Minning: Olafur Rafn Einarsson Fœddur 16. janúar 1943 — Dáinn 11. júní 1983 Ólafur Rafn Einarsson sagnfræðingur er fallinn frá, í blóma lífsins, aðeins fertugur að aldri. Hreyfíng sósíalista á Islandi missir þar einn tryggasta og besta baráttumann sinn. Þau eru djúp og sár skörðin, sem höggvin eru nú á nokkrum árum í framvarðasveit sósíalismans á íslandi: Magnús, Sverrir, Bjarni Þórðar, Guðmundur Vigfússon og nú Ólafur Rafn. Um þann þunga harm, sem þarmeð er kveðinn að nánustu aðstandendum Ólafs, skal ei rætt hér. Ólafur sameinaði víðsýnina í alþjóðahyggju sósíalismans eldheitum áhuga á sjálfstæðisbaráttu íslendinga og tengdi hvortveggja frelsisbaráttu hins vinnandi fólks. Reit hann um alla þessa aðalþætti nútímalífs af raunsæi sagnfræðingsins. Hann var atorkusamur með afbrigðum og hugmyndaríkur. Auk aðalkennslu- starfa sinna í Menntaskólanum við Sund, llutti hann fyrirlestra á vegum M.F.A. í Ölfusborgum um sögu verkalýðshreyfíngarinnar, svo og um sama efni í háskólanum annaðhvort ár. Þar við bættist svo öll hans pólitíska starfsemi á vegum flokksins og ritstörf, sem rakin eru í eftirmælum hér á eftir. Ólafur átti sæti í nefnd þeirri, er annast aðstoð við fátækar þjóðir. Hjarta hans var gott og hann fann sárt til með þeim, sem um sárt eiga að binda í þessari veröld. Svo hefur Ólafur prófessor Björnsson, fyrrv. alþm., sem var löngum formaður þeirrar nefndar, tjáð mér að Ólafur hafí á fundi einum lagt til að aðstoð Norðurlanda yrði einbeitt að Tansaníu. Þessari hugmynd tókst prófessor Ólafi að koma fram á þeim víða vettvangi aðstoðarinnar — og nýtur Tansanía þess nú í ríkum mæli. En jafnhliða baráttuandanum og tilfínningunni með öllum þeim, sem erfíða lífsbaráttu heyja, þá býst ég við að vísindamaðurinn í honum hefði orðið æ sterkari, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Friðrik Þórðarson, lektor í Osló, 99

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.