Réttur


Réttur - 01.04.1984, Page 11

Réttur - 01.04.1984, Page 11
GUÐMUNDUR I> JÓNSSON: Því Internationalinn „Því Internationalinn mun tengja strönd við strönd,“ syngjum við 1. maí og á nieiriháttar samkomum verkalýðshreyfingarinnar en samstaða verkamanna er ekki aðeins orðin tóm, ekki bara söngur á hátíðisdögum, heldur eini raunhæfi framtíðarmöguleiki verkalýðshreyfíngarinnar, sem málsvari vinnandi fólks. Og ef verkalýðshreyfíngar í hinum ýmsu löndum styðja ekki hver aðra, verða ýmis grundvallarréttindi, sem áunnist hafa með meir en 150 ára harðvítugri bar- attu, reitt af þeim. Fyrstu merki þess sáum við glöggt hér á landi á síðast liðnu sumri, en fjöldamörg dæmi eru víða fyrir hendi erlendis frá. Alþjóðleg samstaða, sem er trygging fyrir félagslegu réttlæti, hefur alltaf verið hástemmt markmið verkalýðshreyfingar- 'nnar. „Öreigar allra landa sameinist!" var hollráð Karls Marx og hann fór nokk- uð nærri um það hvað verkamönnum var fyrir bestu. Á 19. öld var samstaðan milli verkamanna margra landa einfaldlega nauðsyn, ef verkföll áttu að ná tilgangi s*num. Á árunum eftir 1860, brutu at- v*nnurekendur í byggingariðnaði marg- s*nnis niður verkföll verkamanna, með Wí að flytja inn vinnukraft erlendis frá. hví skrifaði Iðnaðarmannaráð Lundúna, nrið 1863, bréf, „Til verkamanna Frakk- lands frá vinnandi mönnum á Englandi", þar sem farið var fram á samvinnu verkamanna, „til að við náum því, að hækka kaup þeirra lægst launuðu svo það verði sem næst kaupi þeirra er betur settir eru, og til að koma í veg fyrir að atvinnu- rekendum takist að stilla okkur upp, hvorum á móti öðrum ...“ Merkilegt hvað þetta lætur nútímamanni kunnuglega í eyrum. Á fyrri hluta 20. aldar uxu verkalýðs- hreyfingar mjög ört í iðnaðarlöndum og pólitísk áhrif þeirra um leið, a.m.k. ;nnan 75

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.