Réttur


Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 12

Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 12
eigin landamæra. Tilkoma vegabréfa og atvinnuleyfa hefti straum verkafólks á milli landa. Tollar eöa kvótar á innflutt- um vörum vernduðu innlendan iðnað. Enda voru það heldur engar smávægileg- ar úrbætur sem verkalýðsfélög komu til leiðar á þessum árum: útrýming barna- þrælkunar, almenn grunnskólamenntun, ellilífeyrir, atvinnuleysisbætur, stytting vinnuvikunnar, sjúkratryggingar, vinnu- verndarlöggjöf og þar að auki stórhækk- að kaup. Sameinuð stöndum við og gott betur. En samstaðan? Það er víst að við höfum ekki hingað til veitt verkafólki þriðja heimsins nægileg mikinn stuðning og samstöðu. Skilningur á mikilvægi þess hefur þó farið vaxandi innan hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar hin síðari ár og má í því sambandi geta þess, að Al- þjóðasamtök verkafólks í vefjar- og fata- iðnaði hafa gert stuðningsstarf við verka- fólk í 3ja heiminum að forgangsverkefni. Og við eigum stóra skuld að gjalda. Hin tiltölulega góðu lífskjör vinnandi fólks í vestrænum ríkjum hafa að miklu leyti verið fengin fyrir hráefni frá 3ja heimin- um. Ódýr hráefni sem síðan voru unnin í verksmiðjum iðnríkjanna. Nú hefur þetta snúist við. Ódýrt hrá- efni er ekki lengur flutt, í sama mæli og áður, í verksmiðjur iðnríkjanna, heldur eru verksmiðjur fluttar til 3ja heimsins til að gjörnýta ódýrt vinnuafl. Og þá erum við komin að því sem er kveikjan að þessari grein. Það eru rétt- indi — eða öllu heldur réttindaleysi — og þá fyrst og fremst barnaþrælkunin í 3ja heiminum. Ekki verður fjallað um lífs- kjör eða félagslegt réttindaleysi verka- fólks í Austurlöndum fjær, heldur aðeins dregið fram óhugnanlegasta vandamálið sem það fólk á við að stríða — barna- þrælkunina. Tveir breskir blaðamenn tóku sér ferð á hendur til Bangkok til að kanna kjör og félagslegar aðstæður verkamanna í fata- iðnaði. Við heimkomuna skrifaði annar þeirra, Ed Harrisman, grein í tímaritið „New Statesman“ um það sem þeir urðu áskynja. Greinin hefur verið þýdd og endursögð fyrir atbeina Landssambands iðnverkafólks og dreift á fjölmiðla og er stuðst við þá þýðingu hér. Grimmileg meðferd á stúlkuhörnum Verksmiðjan Fortune Garment er stað- sett í hjarta Kínahverfisins í Bangkok. Þar starfa um 250 stúlkur. Fastur vinnu- tími er frá 8 á morgnana til 11 á kvöldin, sjö daga vikunnar. Oft eru þó unnir lengri vinnudagar, langt fram eftir nóttu. Fyrir vinnu sína fá yngri saumakonurn- ar hjá Fortune Garment, sem tæpast eru komnar af barnsaldri, minna en 40 kr. á dag, sem nær ekki hálfum lögboðnum lágmarkslaunum, eins og þau eru í Thai- landi. Yfirvinnan er ekki greidd sérstak- lega. Að sögn Mr. Bundit, annars eig- anda og forstjóra fyrirtækisins, er það óskráð samkomulag millum verksmiðju- eigendanna í Bangkok, að laun eru ekki hækkuð nema með samráði milli eigend- anna. Fæst fyrirtæki hafa samninga því flest kjósa þau frekar að ráða stúlkurnar á grundvelli gagnkvæms trausts, eins og Mr. Bundit orðar það. „Engir samningar, engin vandræði“, er viðkvæði hans. Stúlkurnar 250 sem þræla fyrir Fortune Garment, búa í húsnæði sem fyrirtækið lætur í té. Nánar tiltekið í þrem smáhýs- um að baki verksmiðjunnar. Þægindi eru þar öll mjög af skornum skammti, engin 76

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.