Réttur


Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 16

Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 16
ÞÓRDÍS JÓNASDÓTTIR: A ð hálfnuðu verki [,,Réttur“ ryfjar hér upp eitt af hinum gömlu baráttukvæðum, sem ort voru fyrir hálfri öld til hvatningar í viðureigninni við forinju fátæktarinnar. Það er ekki vanþörf á slíku eins og hin forríka yfir- stétt íslands hagar sér nú. Þórdís Jónasdóttir var fædd 3. júní 1902 að Miklabæ í Blönduhlíð. Foreldrar hennar voru Anna Jónsdóttir og Jónas Jónasson, kunnur fræðimaður og skáld, kenndur við Hofdali. Þórdís stundaði nám á Kvennaskólanum á Blönduósi 1920-21 og var við hússtjórnarnám í Reykjavík veturinn eftir. Hún giftist 1929 Páli Þorkelssyni frá Ingveldarstöðum og eignuðust þau einn son, Jónas Þór mál- arameistara. Þórdís reit allmikið, bæði í bundnu og óbundnu máli, og birtist margt af því í tímaritum. En þetta kvæði er úr „Kotungi“, fjölrituðu blaði kommúnist- anna á Sauðárkróki og birtist í 5. árgangi þess 1. tbl. 7. nóv. 1937. ÞÓRDÍS JÓNASDÓTTIR: Að hálfnuðu verki Nú þagna hin þungu hamarshögg í grjóti það kvöldar bak við skóginn eftir dagsins önn og þys. Og máninn kveikir á hálfrönd yfir heiðum fjallabláma, hátt til vesturs gnœfir múrsins jökulgljáa ris. Þórdís Jónasdóttir Þórdís andaðist 12. des. 1942, aðeins fertug að aldri, en sjúkdómsins, berkl- anna, er leiddi hana til bana, hafði hún kennt allt frá 1930 og háð sína baráttu við þann vágest.j 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.