Réttur


Réttur - 01.04.1984, Page 28

Réttur - 01.04.1984, Page 28
Stephan G. Stephansson: Mammon [Kvæðið mun ort 1914, er gullæði nokkurt gekk í Reykjavík vegna vonar um gullfund í mýrinni, — er brást — en á samt, einkum IV. kaflinn erindi til vor nú.] /. Messudagur mun ei slíkur! Mammon kom til Gróðavíkur. Loksins birtist landsins sonum Lausnarinn frá stórþjóðunum. Búsifjum í baslsins hörku, birtist guð í eyðimörku. Ekki samt inn sami bjálfi, sem að forðum varð að kálfi. Sá var kannske galla-gripur gull-kálfur, en meira en svipur. Þessi, á öllu er tölum tekur, tilviljana kaupskap rekur. Það er ekki í hans frœði auka-bót við landsins gœði. Hefur aðeins hitt í vöfum: hœkkanir í tölustöfum. Heimskurnar að hagsmun gerði — hefur selt og sprengt í verði ekrur, sem í eilífð blána úti um Hornafjarðar-mána. Læturföl ífeta-tölu, fátcekum til gróða-sölu kerin svörtu — er kallast þarna „kolasekkir“ — milli stjarna II. Jörð og himin-skautin skinu skildingum, frá hjálprœðinu. Loftkastalar voru á veltu, „Víkin“ steypti gull í keltu. Gróða-hugir gleypi-eygðir gaettu hans sem skuggar teygðir. Langir b<eði og lágir greru, í líking slíkrar œðstu veru. Riddaranna, gulls í geislum, glóði hann í skírnarveizlum. Guðföðurins g<efa, af honum, gegndi þeirra tignu sonum. 92

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.