Réttur


Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 39

Réttur - 01.04.1984, Qupperneq 39
Enrico Berlinguer látinn Enrico Berlinguer, formaður Kommúnistaflokks Ítalíu, lést í júní sl., 62 ára að aldri. Með brotthvarfi hans missir hreyfíng kommúnista einn snjallasta, besta og djarfasta foringja sinn. Hann þróaði áfram, eftir að hann tók við forustu flokks síns, hina djörfu pólitík, sem Togliatti hafði byrjað á. Hann var vinsæll með af- brigðum, svo blátt áfram og hæverskur í allri framkomu sinni, að greinilegt var að valda- eða metnaðargirnd gat ekki spillt þessum ágæta leiðtoga. Berlinguer var fæddur 25. maí 1922. Aðeins 15 ára að aldri, 1937, hóf hann haráttu gegn fasismanum og varð einn af forustumönnum æskulýðshreyfingar kommúnista, eftir að fasisminn féll. Allt h'f hans var helgað baráttunni fyrir komm- únismanum og í mars 1972 varð hann aðalritari flokksins, en hafði þá stjórnað honum um alllangt skeið og náði fylgi flokksins hámarki sínu 1976, er hann fékk 34,4% allra kjósenda í landinu. Hefur Kommúnistaflokkurinn stjórn margra stærstu borga á Ítalíu, m.a. Róm — og er stjórn hans rómuð fyrir ágæti sitt. — En það reyndist þungt fyrir fæti að kljúfa ít- ölsku borgarastéttina, einkum eftir að Aldo Moro, einn skynsamasti og sjálf- stæðasti leiðtogi „Kristilegra demokrata“, dó, og hefur flokkurinn því stefnt meir að samstarfi við sósíalistaflokkinn og önnur lýðræðisöfl upp á síðkastið. Berlinguer naut persónulega meiri virðingar meðal andstæðinga sinna en ella er títt um kommúnistaleiðtoga. Auk þess gífurlega fjölda, yfir tveggja milljóna 'vianna, er voru við útför hans, og fulltrúa erlendra samherja, sendu allir flokkar Ítalíu og ríkisstjórnin fulltrúa sína við út- för hans, í kaþólskum kirkjum var beðið fyrir þessum kommúnista, sem að sögn Vatikansins „lifði samkvæmt kristilegum hugsjónum" og forseti Ítalíu hneigði höfuð sitt við kistu hans og kyssti hana síðan. Við forustu flokksins tekur nú Aless- andro Natta, áður formaður þingflokks fulltrúadeildarinnar. (Sjá nánar um Berl- inguer og ítalska kommúnistaflokkinn í Rétti 1975, bls. 243-251.) Kommúnistaflokkur Ítalíu hefur í tím- anna rás átt hina ágætustu foringja. Grams- ci, einhver sjálfstæðasti hugsuður marx- ismans dó af afleiðingum hinnar löngu dvalar í fangelsum Mussolinis, Togliatti var einn þeirra er með Dimitroff átti frumkvæðið að djarfri samfylkingarstefnu gegn fasismanum, Longo var sjálfur for- ustu maður skæruhernaðar í Ítalíu, en líklega hefur enginn þeirra verið svo ást- sæll sem Berlinguer, jafnvel af andstæð- ingum sínum í pólitík. Forseti Ítalíu syrgði hann sem hefði hann misst son. 103

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.