Réttur


Réttur - 01.04.1984, Page 41

Réttur - 01.04.1984, Page 41
töpuöu þróunarlöndin vegna minnkandi innflutnings til háþróuðu landanna vegna kreppu þar og 80 milljörðum dollara töpuðu þau vegna verðhruns á framleiðslu- vörum sínum. Aðeins fimmtungur hinna auknu lána er því á valdi þróunarland- anna til að ráðstafa vel eða illa. (Mikið af þessum tölum byggist á áliti William Cline hjá „Institute for International Ec- onomics“ í Washington, mikilsvirtri stofnun.) Svo komu „Shylock“-ráðstafanir auð- drottna Norðursins eftir 1980, er þeir sáu hvert stefndi. Franski fjármálaráðherr- ann Jacques Delors lýsti ástandinu svo á UNCTAD-ráðstefnu í Belgrad: 1980 var hagvöxtur þeirra þróunarlanda, er ekki framleiða olíu, 4,4%, — en raunvextir til langs tíma voru 0,6%. — Síðan ger- breyttist þetta þannig að 1982 hafði hag- vöxtur þessara landa lækkað niður í 1,8%, — en raunvextir fyrir löng lán hækkað upp í 7,1%. Það er Bandaríkjaauðvaldið, sem ræður þessu — nú áframhaldandi — vaxta- okri, því 80% lánanna eru ýmist frá því eða umsamin í dollurum, sem auðvaldið hækkar í sífellu. Og hver prósenta í hækkuðum vöxtum kostaði þróunarlönd- in um 4 milljarða dollara. (Menn sjá því hvað 7% hækkun kostaði þau og geta reiknað út hækkunina síðan, sem nú er komin upp í 12,5%.) Hinn bandaríski Shylock er að skera kjötpundið úr þróunarlöndunum: Vextir og afborganir þeirra eru yfir 100 milljarð- ar dollara á ári. Innflutningur til þeirra hefur verið minnkaður niður í það allra minnsta. Hagvöxturinn orðinn 0. Lánardrottnarnir eru komnir í kreppu, þegar skuldaþjóðirnar geta ekki greitt. Hrun vofir yfir í fjármálum auðvalds- heimsins, ef ekki er gripið til gagngerrar umskipulagningar, sem yrði að miklu leyti að vera á kostnað lánardrottnanna — fyrst og fremst heimsokrarans mikla. Og það eru skynsamir menn í fjármála- heiminum farnir að sjá, — en ennþá halda glæframenn auðvaldsins áfram að hækka dollarann og vextina. Læra þeir ekkert nema hrunið komi? SKÝRINGAR: 1 „Shylock“-okrarinn alræmdi ( leikriti William Shakespeares „Kaupmaðurinn í Feneyjum“.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.