Réttur - 01.08.1986, Page 3
SVAVAR GESTSSON:
Stærsti andstæðingur
íhaldsins þriðju
kosningarnar í röð
Samantekt um byggðakosningarnar 1986
Alþýðubandalagið er næststærsti flokkurinn samkvæmt úrslitum bæjarstjórn-
arkosninganna 1986. Það er í þriðja sinn í röð sem flokkurinn skipar þennan
sess: Að vera stærsti íhaldsandstæðingurinn. Alþýðubandalagslistar fengu um
24000 atkvæði og næsti flokkur, Alþýðuflokkurinn, varð 4000 atkvæðum á eftir
okkur. Framsóknarflokkurinn varð minnsti flokkurinn þessara fjögurra „gömlu“
stjórnmálaflokka á nýjan leik. Bandalag jafnaðarmanna bauð ekki fram nema í
einu byggðarlagi og Kvennalistinn bauð fram í þremur byggðarlögum. Kvenna-
listinn tapaði einum manni í Reykjavík, fékk kjörinn mann á Selfossi, en kom
ekki inn manni í Hafnarfirði.
Alþýðubandalagið hcfur stærra hlutfall kvenna í sínum bæjarfulltrúahópi en
nokkur annar flokkur eftir þessar kosningar.
Úrslitin voru víða mjög góð eins og
fram kemur í greininni hér á eftir. Þetta
eru næstbestu sveitarstjórnarkosningar
sem Alþýðubandalagið hefur gengið í
gegnum frá 1956 er það bauð fram fyrst
undir sínu nafni. Það sem breyst hefur á
tímabilinu er einkum það að landsbyggð-
in hefur yfirleitt aukið sinn hlut verulega
á þessum þremur áratugum, en þéttbýlis-
staðirnir sem voru sterkir áður — með
um eða yfir 20% — hafa haldið sínu og
margir vel það.
Eftir kosningarnar hefur skipast á ýmsa
vegu með myndun meirihluta. Verður það
ekki rakið nákvæmlega hér, en aðeins