Réttur - 01.08.1986, Side 4
vikið að kaupstöðunum og er Alþýðu-
bandalagið aðili að meirihluta í þessum
kaupstöðum: Akranesi, Ólafsvík, ísa-
firði, Siglufirði, Dalvík, Neskaupstað
(hreinn meirihluti G-listans), Vestmanna-
eyjum, Selfossi, Hafnarfirði og í Kópa-
vogi.
í Hafnarfirði, Kópavogi og á Siglufirði
er Alþýðubandalagið í meirihlutasam-
starfi við Alþýðuflokkinn einan. A Akra-
nesi við Framsóknarflokkinn einan, en
annars staðar er um að ræða samstarf við
fleiri en einn flokk eða framboðslista
nema á Dalvík þar sem Alþýðubandalag-
ið er aðili að meirihlutasamstarfi með
Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn er reynd-
ar einnig í meirihlutabandalagi ásamt
Kvennalistanum með Sjálfstæðisflokkn-
um á Selfossi. Á þessum tveimur stöðum
hafa Framsóknarfyrirtækin haft forgangs-
aðstöðu í atvinnulífi og er athyglisvert að
einmitt á þeim stöðum skuli meirihluti
myndast með þessum hætti.
Hér verða á eftir rakin kosningaúrslit í
byggðarlögunum. Rétt er að benda á að
greinin er skrifuð mjög skömmu eftir
kosningar og ber hún þann svip.
Reykjavík
Auðvitað beið ég kosningaúrslitanna í
Reykjavík ineð einna mestri eftirvænt-
ingu og ég var bjartsýnn á stórsókn í
Reykjavík þegar ég sá tölurnar úr Kópa-
vogi sem voru fyrstar um kvöldið. Reykja-
vík skilaði svo 20,3% atkvæða og þremur
borgarfulltrúuin. Það er sami fjöldi borg-
arfulltrúa og við bjuggumst mörg við, ég
sagði reyndar alla kosningabaráttuna að
4. maður Alþýðubandalagsins væri áreið-
anlega næst því að fella síðasta mann
íhaldsins. Eg var líka allan tímann viss
um að Framsókn kæmi að einum manni.
Niðurstaðan varð líka sú að 4. maður G-
listans varð næstur inn af fulltrúum minni-
hlutaflokkanna og Alþýðubandalagið
hefur jafnmarga borgarfulltrúa og hinir
minnihlutaflokkarnir til samans. En í töl-
um litu úrslitin svona út:
Alþýðuflokkur 5.276 atkvæði, 10,0%
atkvæða og einn maður. Næsti maður
kratanna var með 2.638 atkvæði og er 18.
maður á blaði í Reykjavík. Alþýðuflokk-
urinn bætti við sig 2,0% atkvæða frá síð-
ustu kosningum.
Framsóknarflokkur var með 3.718 at-
kvæði, 7,0% atkvæða, og einn mann
kjörinn. Tapaði fjórða hverju atkvæði frá
síðustu kosningum eða um 2,5%.
Sjálfstæðisflokkur hafði 27.822 at-
kvæði, 52,7% atkvæða, og 9 menn
kjörna. Síðasti maður inn í borgarstjórn
var 9. maður íhaldsins með 3.091 at-
kvæði, en næsti maður þeirra hafði 2.782
atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk nær
óbreytt fylgi frá síðustu kosningum eða
0,2% aukningu.
Alþýðubandalagið hafði 10.695 at-
kvæði eða 20,3% atkvæða og þrjá menn.
Næsti maður G-listans hafði 2.673 at-
kvæði. Flokkurinn bætti við sig 1,3% frá
síðustu kosningum.
Flokkur mannsins fékk 1.036 atkvæði
eða 2,0% og engan mann kjörinn.
Kvennalistinn fékk 4.265 atkvæði eða
8,1% og einn mann kjörinn, tapaði um
2,8% frá síðustu kosningum.
Röð næstu manna í borgarstjórn var
sem hér segir:
16. maður Sjálfstæðiflokkur með 2.782
atkvæði.
17. maður Alþýðubandalag með 2.674
atkvæði.
18. maður Alþýðuflokkur með 2.638 at-
kvæði.
19. maður Sjálfstæðisflokkur með 2.529
atkvæði.
116