Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 4

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 4
vikið að kaupstöðunum og er Alþýðu- bandalagið aðili að meirihluta í þessum kaupstöðum: Akranesi, Ólafsvík, ísa- firði, Siglufirði, Dalvík, Neskaupstað (hreinn meirihluti G-listans), Vestmanna- eyjum, Selfossi, Hafnarfirði og í Kópa- vogi. í Hafnarfirði, Kópavogi og á Siglufirði er Alþýðubandalagið í meirihlutasam- starfi við Alþýðuflokkinn einan. A Akra- nesi við Framsóknarflokkinn einan, en annars staðar er um að ræða samstarf við fleiri en einn flokk eða framboðslista nema á Dalvík þar sem Alþýðubandalag- ið er aðili að meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn er reynd- ar einnig í meirihlutabandalagi ásamt Kvennalistanum með Sjálfstæðisflokkn- um á Selfossi. Á þessum tveimur stöðum hafa Framsóknarfyrirtækin haft forgangs- aðstöðu í atvinnulífi og er athyglisvert að einmitt á þeim stöðum skuli meirihluti myndast með þessum hætti. Hér verða á eftir rakin kosningaúrslit í byggðarlögunum. Rétt er að benda á að greinin er skrifuð mjög skömmu eftir kosningar og ber hún þann svip. Reykjavík Auðvitað beið ég kosningaúrslitanna í Reykjavík ineð einna mestri eftirvænt- ingu og ég var bjartsýnn á stórsókn í Reykjavík þegar ég sá tölurnar úr Kópa- vogi sem voru fyrstar um kvöldið. Reykja- vík skilaði svo 20,3% atkvæða og þremur borgarfulltrúuin. Það er sami fjöldi borg- arfulltrúa og við bjuggumst mörg við, ég sagði reyndar alla kosningabaráttuna að 4. maður Alþýðubandalagsins væri áreið- anlega næst því að fella síðasta mann íhaldsins. Eg var líka allan tímann viss um að Framsókn kæmi að einum manni. Niðurstaðan varð líka sú að 4. maður G- listans varð næstur inn af fulltrúum minni- hlutaflokkanna og Alþýðubandalagið hefur jafnmarga borgarfulltrúa og hinir minnihlutaflokkarnir til samans. En í töl- um litu úrslitin svona út: Alþýðuflokkur 5.276 atkvæði, 10,0% atkvæða og einn maður. Næsti maður kratanna var með 2.638 atkvæði og er 18. maður á blaði í Reykjavík. Alþýðuflokk- urinn bætti við sig 2,0% atkvæða frá síð- ustu kosningum. Framsóknarflokkur var með 3.718 at- kvæði, 7,0% atkvæða, og einn mann kjörinn. Tapaði fjórða hverju atkvæði frá síðustu kosningum eða um 2,5%. Sjálfstæðisflokkur hafði 27.822 at- kvæði, 52,7% atkvæða, og 9 menn kjörna. Síðasti maður inn í borgarstjórn var 9. maður íhaldsins með 3.091 at- kvæði, en næsti maður þeirra hafði 2.782 atkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk nær óbreytt fylgi frá síðustu kosningum eða 0,2% aukningu. Alþýðubandalagið hafði 10.695 at- kvæði eða 20,3% atkvæða og þrjá menn. Næsti maður G-listans hafði 2.673 at- kvæði. Flokkurinn bætti við sig 1,3% frá síðustu kosningum. Flokkur mannsins fékk 1.036 atkvæði eða 2,0% og engan mann kjörinn. Kvennalistinn fékk 4.265 atkvæði eða 8,1% og einn mann kjörinn, tapaði um 2,8% frá síðustu kosningum. Röð næstu manna í borgarstjórn var sem hér segir: 16. maður Sjálfstæðiflokkur með 2.782 atkvæði. 17. maður Alþýðubandalag með 2.674 atkvæði. 18. maður Alþýðuflokkur með 2.638 at- kvæði. 19. maður Sjálfstæðisflokkur með 2.529 atkvæði. 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.