Réttur - 01.08.1986, Page 7
kosningarnar — látið í Ijós eftisjá að Jó-
hanni Geirdal út úr bæjarstjórninni en
Jóhann hefur verið eitt kjörtímabil í
bæjarstjórn við góðan orðstír.
í Mosfellssveit var haldið uppi líflegu
og kröftugu kosningastarfi á vegum Al-
þýðubandalagsins. Þar hafði flokkurinn
áður verið í kosningabandalagi við aðra
en bauð nú fram einn og sýndi um 20%
atkvæða eða 357 atkvæði. Þar er Aðal-
heiður Magnúsdóttir fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins.
í Sandgerði voru boðnir fram flokks-
listar á vegum flokkanna þriggja en Al-
þýðubandalagsmenn sameinuðust um H-
lista. Þar var Elsa Kristjánsdóttir í fyrsta
sæti og situr áfram í hreppsnefnd. Listinn
fékk 20,6% atkvæða sem er hátt hlutfall
miðað við allar aðstæður.
Alls eru bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins í Reykjanesi 10 talsins, en voru 7
á síðasta kjörtímabili.
Vesturland
Á Vesturlandi voru boðnir fram G-list-
ar í 6 byggðarlögum. Þar varð aukningin
mest á Ákranesi, 5,5%, en hæsta hlutfall-
ið á Hellisaandi, 28,5%.
Á Akranesi varð verulegu aukning á
fylgi Alþýðubandalagsins, það er um það
bil þriðjungsaukning frá síðustu kosning-
um. Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins á
Akranesi eru þeir Guðbjartur Hannesson
og Jóhann Ársælsson, en Jóhann sat í
bæjarstjórn 1978-1982.
1 Olafsvík hlaut G-listinn einn mann
kjörinn með 14,1% atkvæða. Þar situr nú
í bæjarstjórn kosinn af G-listanum, Her-
bert Hjelm.
I Borgarnesi kom fram eins og víðar
nýr óháður listi sem breytti fylgi flokk-
anna verulega. Alþýðubandalagið hlaut
13% atkvæða og einn mann kjörinn,
Margréti Tryggvadóttur, og er hún ný í
hreppsnefnd.
Á Hellisandi og Rifi (Neshreppur utan
Ennis) hafði Alþýðubandalagið 28,4%
atkvæða, bætti við sig 4,3% frá því síðast
og vaniaði aðeins 9 atkvæði upp á að ná
inn tveimur mönnum. Hreppsnefndar-
maður Alþýðubandalagsins á Hellisandi
er Kristinn Jón Friðþjófsson.
í Grundarfirði þurfti G-listinn aðeins 7
atkvæði af D-listanum til þess að tryggja
sér meirihluta vinstrimanna áfram. Þar
hefur verið vel unnið á liðnu kjörtímabili
og hefur áreiðanlega mörgum þótt súrt í
broti að þessi 7 atkvæði skyldi vanta til
þess að tryggja meirihlutann áfram. En
íhaldið lafir með meirihluta á örfáum at-
kvæðum. Hreppsnefndarmaður Alþýðu-
bandalagsinsí Grundarfirði er Ragnar El-
bergsson.
í Stykkishólmi vannst maður í sveitar-
stjórn. Það er Einar Karlsson sem var
efstur á G-listanum og hlaut listinn 15,4%
atkvæða en það er aukning um fjórðung
frá síðustu kosningum.
Samtals eru sveitarstjórnarmenn af G-
listum á Vesturlandi sjö talsins en voru
fimm á síðasta kjörtímabili.
Yestfirðir
G-listar komu aðeins fram í tveimur
byggðarlögum á Vestfjörðum, en auk
þess var Alþýðubandalagið beinn aðili að
sameiginlegum lista þriggja flokka á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Á Isafirði tókst að tryggja vinstrimeiri-
hluta áfram þó mjótt væri á mununum.
Þar varð 3. maður A-lista tæpastur, en G-
listinn fékk 196 atkvæði, 10,6% og situr
Þuríður Pétursdóttir í bæjarstjórn fyrir
Alþýðubandalagið á ísafirði.
Á Suðureyri við Súgandafjörð var Al-
þýðubandalagið aðili að sameiginlegum