Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 7

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 7
kosningarnar — látið í Ijós eftisjá að Jó- hanni Geirdal út úr bæjarstjórninni en Jóhann hefur verið eitt kjörtímabil í bæjarstjórn við góðan orðstír. í Mosfellssveit var haldið uppi líflegu og kröftugu kosningastarfi á vegum Al- þýðubandalagsins. Þar hafði flokkurinn áður verið í kosningabandalagi við aðra en bauð nú fram einn og sýndi um 20% atkvæða eða 357 atkvæði. Þar er Aðal- heiður Magnúsdóttir fulltrúi Alþýðu- bandalagsins. í Sandgerði voru boðnir fram flokks- listar á vegum flokkanna þriggja en Al- þýðubandalagsmenn sameinuðust um H- lista. Þar var Elsa Kristjánsdóttir í fyrsta sæti og situr áfram í hreppsnefnd. Listinn fékk 20,6% atkvæða sem er hátt hlutfall miðað við allar aðstæður. Alls eru bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins í Reykjanesi 10 talsins, en voru 7 á síðasta kjörtímabili. Vesturland Á Vesturlandi voru boðnir fram G-list- ar í 6 byggðarlögum. Þar varð aukningin mest á Ákranesi, 5,5%, en hæsta hlutfall- ið á Hellisaandi, 28,5%. Á Akranesi varð verulegu aukning á fylgi Alþýðubandalagsins, það er um það bil þriðjungsaukning frá síðustu kosning- um. Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins á Akranesi eru þeir Guðbjartur Hannesson og Jóhann Ársælsson, en Jóhann sat í bæjarstjórn 1978-1982. 1 Olafsvík hlaut G-listinn einn mann kjörinn með 14,1% atkvæða. Þar situr nú í bæjarstjórn kosinn af G-listanum, Her- bert Hjelm. I Borgarnesi kom fram eins og víðar nýr óháður listi sem breytti fylgi flokk- anna verulega. Alþýðubandalagið hlaut 13% atkvæða og einn mann kjörinn, Margréti Tryggvadóttur, og er hún ný í hreppsnefnd. Á Hellisandi og Rifi (Neshreppur utan Ennis) hafði Alþýðubandalagið 28,4% atkvæða, bætti við sig 4,3% frá því síðast og vaniaði aðeins 9 atkvæði upp á að ná inn tveimur mönnum. Hreppsnefndar- maður Alþýðubandalagsins á Hellisandi er Kristinn Jón Friðþjófsson. í Grundarfirði þurfti G-listinn aðeins 7 atkvæði af D-listanum til þess að tryggja sér meirihluta vinstrimanna áfram. Þar hefur verið vel unnið á liðnu kjörtímabili og hefur áreiðanlega mörgum þótt súrt í broti að þessi 7 atkvæði skyldi vanta til þess að tryggja meirihlutann áfram. En íhaldið lafir með meirihluta á örfáum at- kvæðum. Hreppsnefndarmaður Alþýðu- bandalagsinsí Grundarfirði er Ragnar El- bergsson. í Stykkishólmi vannst maður í sveitar- stjórn. Það er Einar Karlsson sem var efstur á G-listanum og hlaut listinn 15,4% atkvæða en það er aukning um fjórðung frá síðustu kosningum. Samtals eru sveitarstjórnarmenn af G- listum á Vesturlandi sjö talsins en voru fimm á síðasta kjörtímabili. Yestfirðir G-listar komu aðeins fram í tveimur byggðarlögum á Vestfjörðum, en auk þess var Alþýðubandalagið beinn aðili að sameiginlegum lista þriggja flokka á Suðureyri við Súgandafjörð. Á Isafirði tókst að tryggja vinstrimeiri- hluta áfram þó mjótt væri á mununum. Þar varð 3. maður A-lista tæpastur, en G- listinn fékk 196 atkvæði, 10,6% og situr Þuríður Pétursdóttir í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið á ísafirði. Á Suðureyri við Súgandafjörð var Al- þýðubandalagið aðili að sameiginlegum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.