Réttur - 01.08.1986, Page 13
ERLINGUR SIGURÐARSON
FRÁ GRÆNAVATNI:
Samhjálpin
verði trúarjátning
tuttugustu aldarinnar“ —
100 ára minning
Þórólfs Sigurðssonar í Baldursheimi og
70 ára afmœli Réttar
Hver er ástæða þess að þrítugur bóndi norður í Mývatnssveit stofnar tímarit til
að kynna löndum sínum nýjar hugmyndir — „skipulagsstefnur“ sem hafa jöfnuð
þegnanna að leiðarljósi? Einhverjir ætla líklega að slíkt hafi staðið öðrum nær.
En hugsjónir spyrja ekki um aðstæður, og um aldamótin síðustu var ekki sú
menningarlega einangrun í þingeyskum sveitum, sem margur núíímamaðurinn
kann að hyggja.
Margt hefur verið ritað um félags- og
menningarstarf Þingeyinga á þeim tíma,
og verður lítt aukið við þau skrif hér.
Svörin við spurningunni sem sett var fram
í upphafi eru hvorki auðfinnanleg né ein-
föld, en þó skal reyna að leita nokkurra
skýringa. Þá verður fyrst fyrir að hyggja
að uppvextinum heima fyrir ásamt hinni
öflugu félagsmálahreyfingu sem Þingeyj-
arsýsla fóstraði um þetta leyti. Þar er
hlutur Benedikts Jónssonar frá Auðnum
mest áberandi. Hann var einn af frum-
herjum Kaupfélags Þingeyinga og lengi
bókavörður á Húsavík, og varð bókasafn-
ið í höndum hans öflug upplýsingamið-
stöð héraðsbúa.
I
Pórólfur Sigurðsson var fæddur í Bald-
ursheimi í Mývatnssveit 6. maí 1886,
elstur barna hjónanna þar, Sigurðar Jóns-
sonar, Illugasonar í Baldursheimi, Hall-
grímssonar og Solveigar Pétursdóttur,
Jónssonar prests í Reykjahlíð, Þorsteins-
sonar. Systkini hans voru tvíburarnir
Pétur, sem dó á 10. ári, og Jón sem dó
tæplega 28 ára, og yngst var Þuríður síðar
húsfreyja í Baldursheimi, látin fyrir 20
árum.
Þórólfur ólst upp í Baldursheimi þar
sem langfeðgar hans höfðu búið frá því
1815. Baldursheimsbúið var traust og vel
efnum búið eftir því sem þá gerðist og fór
Þórólfur til náms í Gagnfræðaskólann á
125