Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 13

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 13
ERLINGUR SIGURÐARSON FRÁ GRÆNAVATNI: Samhjálpin verði trúarjátning tuttugustu aldarinnar“ — 100 ára minning Þórólfs Sigurðssonar í Baldursheimi og 70 ára afmœli Réttar Hver er ástæða þess að þrítugur bóndi norður í Mývatnssveit stofnar tímarit til að kynna löndum sínum nýjar hugmyndir — „skipulagsstefnur“ sem hafa jöfnuð þegnanna að leiðarljósi? Einhverjir ætla líklega að slíkt hafi staðið öðrum nær. En hugsjónir spyrja ekki um aðstæður, og um aldamótin síðustu var ekki sú menningarlega einangrun í þingeyskum sveitum, sem margur núíímamaðurinn kann að hyggja. Margt hefur verið ritað um félags- og menningarstarf Þingeyinga á þeim tíma, og verður lítt aukið við þau skrif hér. Svörin við spurningunni sem sett var fram í upphafi eru hvorki auðfinnanleg né ein- föld, en þó skal reyna að leita nokkurra skýringa. Þá verður fyrst fyrir að hyggja að uppvextinum heima fyrir ásamt hinni öflugu félagsmálahreyfingu sem Þingeyj- arsýsla fóstraði um þetta leyti. Þar er hlutur Benedikts Jónssonar frá Auðnum mest áberandi. Hann var einn af frum- herjum Kaupfélags Þingeyinga og lengi bókavörður á Húsavík, og varð bókasafn- ið í höndum hans öflug upplýsingamið- stöð héraðsbúa. I Pórólfur Sigurðsson var fæddur í Bald- ursheimi í Mývatnssveit 6. maí 1886, elstur barna hjónanna þar, Sigurðar Jóns- sonar, Illugasonar í Baldursheimi, Hall- grímssonar og Solveigar Pétursdóttur, Jónssonar prests í Reykjahlíð, Þorsteins- sonar. Systkini hans voru tvíburarnir Pétur, sem dó á 10. ári, og Jón sem dó tæplega 28 ára, og yngst var Þuríður síðar húsfreyja í Baldursheimi, látin fyrir 20 árum. Þórólfur ólst upp í Baldursheimi þar sem langfeðgar hans höfðu búið frá því 1815. Baldursheimsbúið var traust og vel efnum búið eftir því sem þá gerðist og fór Þórólfur til náms í Gagnfræðaskólann á 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.