Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 14
Akureyri og lauk þaðan prófi 1909. Þar komst hann m.a. í kynni við Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum sem vaf- alaust hefur átt mikinn þátt í að móta skoðanir hans auk hins þingeyska „félags- málaskóla“ sem áður var getið og heimil- isins í Baldursheimi. Sigurður Nordal minntist Guðjóns síðar í 2. árgangi Rétt- ar í ágætri grein. Sigurður í Baldursheimi dó árið 1911 þegar Þórólfur var 25 ára. Tók hann þá við búinu og stóð fyrir því ásamt móður sinni allt þar til hann andaðist 14. júní 1940. Tveimur árum áður hafði hann kvænst frændkonu sinni Hólmfríði Hemmert, kennara frá Skagaströnd, sem enn er á lífi. Eignuðust þau einn son, Sig- urð Hrafn, lengi skrifstofustjóra hjá Víði h.f., búsettan í Mosfellssveit. Byggðu þau mæðgin síðar hús í landi Baldursheims og nefndu Þórólfshvol. — Á fjórðungi jarð- arinoar bjyggu frá 1918 Þuríður systir Þórólís og maður hennar Þórir Torfason með sex sonum sínum. Var jafnan mann- margt í Baldursheimi, ráðsmenn, vinnu- menn og vinnukonur, auk þess sem alltaf átti þar skjól um lengri eða skemmri tíma fólk sem annars átti fárra kosta völ og engí* að. II Hér verður ekki rakin ýtarlega ævisaga Þórójfs, en reynt að fjalla ofurlítið um pólitískar hugmyndir hans og markmið með stofnun tímaritsins RÉTTAR, sem nú sjötugur. Þar verður einkum stuðst við fyrstii árganga tímaritsins, eða þar til Þórólfor seldi það nýjum eigendum eftir 10 ár. Eins hefur verið leitað fanga í bréfasafni hans og nokkrum sendibréfum frá honnm, sem fundist hafa í fórum ann- arra. Allt er það þó of ósamfellt til að nokkur fullnaðarrannsókn verði gerði, en af bréfunum má þó fræðast töluvert um manninn sem þau skrifaði eða fékk í hendur. Greinin verður því ekki úttekt á lífi Þórólfs og starfi né þeim sporum sem hann lét eftir sig, heldur í besta falli stutt- araleg minning hugsjónamanns og fram- kvæmdamanns sem dó á besta aldri. Hann hafði þá þegar séð' margt eftir sig, en annað hafði reynst honum mótdrægt eins og brátt skal getið. III í félagslífi héraðsins ber hæst þátt Þór- ólfs í ungmennafélagshreyfingunni og hlut hans að stofnun Laugaskóla. Hann var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Sambands þingeyskra ungmennafélaga (síðar Héraðssamband Suður-Þingey- inga) og fyrsti formaður þess. Skólamál voru þá aðalbaráttumál unga fólksins í héraðinu, og er tæpast á nokkurn hallað þótt hlutur þeirra Þórólfs og Arnórs Sig- urðssonar frá Litlu-Laugum sé þar talinn mestur. Lauk svo eftir harða baráttu að Laugaskóli var settur á stofn, og hefur hann síðan verið skólamiðstöð héraðsins í meira en 60 ár. Alþýðuskólinn að Laug- um hét stofnunin í upphafi og varð Arnór fyrsti skólastjórinn. Sneið hann skóla- starfið mjög að fyrirmynd norrænna lýð- háskóla þar sem áhersla var lögð á sjálf- stæð vinnubrögð og hugsun auk líkams- menntunar og kennslu í smíðum og hann- yrðum. Þegar Laugaskóli hvarf síðan inn í héraðsskólaskipulagið sem Jónas frá Hriflu beitt sér fyrir hætti Arnór skóla- stjórn og urðu þá vinslit með þeim Þór- ólfi, hinum gömlu baráttufélögum, sem munu hafa verið báðum sársaukafull. Auk skólamálanna voru bættar sam- göngur og póstdreifing um héraðið, og 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.