Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 16

Réttur - 01.08.1986, Side 16
hafði lokið því erfiða verki nokkrum missirum áður en hann andaðist. Þórólfur Sigurðsson fékk harða dóma fyrir þessa giftulitlu verzlun. Hitt hirtu menn síður urn að vita, og enn síður að halda á lofti, að hann fórnaði manndómsárum sínum til að borga skuldir sínar og sýndi þar meira þrek og fórnfýsi en kunnugt er um nokkurn af samtíðarmönnum hans, sem lent hefir í hliðstæðum erfiðleikum." YI Þó að nú hefði nokkuð hallað undan fæti hjá Þórólfi var afskiptum hans af fé- Iags- og stjórnmálum langt í frá lokið. Þau stóðu allt til efsta dags. Eins og fram hefur komið stofnaði hann tímaritið RÉTT árið 1915 og gaf út til 1925. 1917 var hann einn af stofnend- um Tímans og Framsóknarflokksins og „var síðar raunverulega ritstjóri Tímans mánuðum saman, þegar Tryggvi Þór- hallsson var önnum kafinn á þingi“, — segir Jóns frá Hriflu í minningargreininni. Miðstjórnarmaður í Framsóknarflokkn- um var hann til dauðadags, og getur Jón- as þess að honum hafi verið ógeðfelld stjórnarsamvinna við Sjálfstæðisflokkinn, en þá sat „Þjóðstjórnin" sem svo nefndi sig. Líklega hefur félagshyggjumanninum Þórólfi þótt flokkurinn þá snúinn inn á varhugaverða braut. Auk ýmissa starfa fyrir Framsóknarflokkinn á þessum árum var hann lengi í þjónustu Alþingis og síð- ustu árin skrifstofustjóri Nýbýlasjóðs. Þá annaðist hann einnig um tíma ritstjórn Dags á Akureyri. Allan tímann stóð hann svo fyrir búi í Baldursheimi og stundaði það á sumrin. Þá var kreppa í landi og margháttaðir erfiðleikar, en þrátt fyrir það losaði hann sig úr þeim skuldum sem Englandsferðin forðum hafði fært honum. VII En nú er best að huga lítið eitt að upp- vexti Þórólfs á árunum kringum aldamótin. Áður var minnst á hina sterku félagsmála- hreyfingu í Þingeyjarsýslu. En heimilið í Baldursheimi hefur þó einkum lagt grunn- inn að þroska frumburðarins og mótun skoðana hans, sem víðara umhverfi síðan byggði ofan á. Sigurður í Baldursheimi var búhöldur góður en ekki er hans sérstaklega getið sem mikilvirks þátttakanda í félagshreyf- ingum í héraði, hvað þá að hann hafi ver- ið þar í forystu. En skoðanafastur hefur hann verið og er fróðlegt að kynnast nokkru nánar hugmyndum hans í bréfi til Péturs Jónssonar á Gautlöndum, síðar al- þingismanns og ráðherra, sem varðveist hefur. Það er skrifað 21. desember 1888, þegar þeir eru báðir ungir bændur. Til- efnið er ágreiningur um ásetning í Bald- ursheimi, og vill Sigurður gefa skýringu á mótmælum sínum, annars vegar fyrir það sem honum finnst rangt mat og hins vegar segir hann svo: „Mjer þykir það koma mjög svo lciðinlega fyrir og er það næstum óskiljanlegt nú á þessari frelsisöld, þegar svo að segja hver kjaptur böggl- ast við að biðja um frelsi, þegar menn álíta sjálf- sagt og nauðsynlegt að halda fast í eina eða aðra ófrelsiskreddu, og hygg jeg þennan svonefnda ásetning vera eina af þeim eins og hann hefur verið framkvæmdur, eða mun ekki augnamiðið eða tilgangurinn vera og hafa verið sá að gcfa sveitastjórum [svo] færi á að segja við einn eða annan, þú skalt gjöra þetta eða hitt? Jeg hygg nú að þessi setning, þú skalt gjöra þetta, sje í fullu samræmi við kúgunina og ófrelsið, og færi því eins vel á því að nota hana ekki, er öðru verður komið við. Jeg sem húsbóndi álít það vera full- komlega neyðarúrræði að grípa til þessara orða: þú skalt, í heimilisstjórninni eða í tilliti til hjú- anna, heldur tek jeg svo til orða: sýnist þjer ekki að hafa þetta svona? Hvernig sýnist þjer að hafa þetta? Mjer sýnist að hafa það svona af þessunr ástæðum. Með þessari aðferð þykist jeg gjöra fulla til- raun með að geta haft yfir sjálfstæðum mönnum að segja, er sjeu við hverju einu búnir, en upp úr hinni fyrtöldu (valdboðinu) hef jeg ekki von um 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.