Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 17

Réttur - 01.08.1986, Page 17
annað en stirð verkfæri, er standi hreyfingarlaus út í horni hvað sem gjörist eða gjöra þarf. Enda hygg jeg það geti ekki dulizt fyrir þeim er nokkra hugmynd gjöra sjer um frelsið, að með meira frelsi skapist meiri sjálfsábyrgð, með meiri ábyrgð meiri sjálfstæðni, með meiri sjálf- stæðni meiri vellíðan, eða rjettara að þetta leiði hvað af öðru eptir þessum reglum eða felist í orðinu frelsi, og hygg jeg það ekki svo litlu skipta, hvort menn hugsa sjer að fylgja þessu eða höndla þessi hnoss í rjettri röð aptur á bak eða áfram." Um frelsið hefur Sigurður síðan nokkru fleiri orð, en heitir síðan á Pétur „sem ísbrjót sveitarfjelagsins... að vera því alvarlega sinnnandi að rýma burt úr því hverskonar ófrelsiskreddum,“ og lýk- ur bréfinu á þessa leið: „Við erum, eins og öllum er ljóst, getnir og aldir mitt í kúguninni og ófrelsinu og höfum, all- margir, óglögga eða enga hugmynd um hvað frelsi er eða áhrif þess, og það hygg jeg okkar mesta mein. Það er að vísu mjög nrikils virði fyr- ir hverja þjóð, að eiga sameiginlega alfrjálsa stjórnarskrá, svo og fyrir hvern landsfjóröung, hverja sýslu, hvert sveitarfjelag, en mestu varðar það að minni hyggju, að hver einstaklingur eigi alfrjálsa stjórnarskrá í sínum barmi, sem hafi lif- andi áhrif á tilveru hans; enda hygg jeg það fyr- talda sje honum þá sem í lófa lagt; og það skal jeg játa fyrir þjer, (af því þú ert hempulaus!) að svo er jeg mikill sjálfbyrgingur, að jeg ber betra eða meira traust til þess að leggja eyrun við barminn í von um að geta kallað franr innst úr honum þá tóna er ekki sjeu falskir, og því óhætt að samrýma við þá hverja hreifing mína, heldur en nokkurs annars. Þetta er nú máske sama sem að trúa á niátt sinn og megin!! enda er jeg nú ófrjálslyndur þverhöfði og staur." Uin það verða aðrir að dæma, en vissu- lega fara orð og athafnir ekki alltaf saman, og góður vilji manna skilar sér ekki alltaf í uppeldi barnanna. Þó má ætla að í þessu bréfi kom fram viðhorf Sigurð- ar sem sett hafi sitt mark á heimilislífið, og andrúmslofið þar mótað Pórólf öðru fremur. Sigurður víkur í bréfinu að „hempu- leysi“ Péturs. Á þessum árum var farin að grafa um sig í Mývatnssveit mikil and- staða við ýmsar kirkjulegar hefðir og var til þess tekið að þegar Þórólfur hafði ver- ið fermdur og taka skyldi börnin til altaris sótti Sigurður bóndi son sinn upp að alt- arinu ásamt Guðna á Grænavatni sem sótti Þorgeir son sinn. Upp úr þessum hreyfingum lögðust altarisgöngur af í Mývatnssveit í hálfa öld. Solveig í Baldursheimi var vel látin myndarhúsfreyja og hjá þeim hjónum áttu margir lítils megandi alltaf öruggt skjól og komust til nokkurs þroska. Fróð- legt er að líta í annað bréf frá Sigurði til Péturs á Gautlöndum þar sem hann ræðir skólamál. Bréfið er ódagsett, en sam- kvæmt efninu virðist það einhvern tíma frá síðari hluta fyrsta áratugar 20. aldar- innar, þegar Pétur er orðinn þingmaður, en Sigurður segir m.a.: „Jeg þykist sjá dauðamörk á skólanum [í Mý- vatnssveit]. Veit ekki hvort sami kennari gefur kost á sjer og þótt svo væri sje jeg ekki það geti orðið nema partur af honum sem getur gefið sig viö kénnslustörfum eins og reyndist í vetur, en þau eru ekki hjáverk eða mega ekki vera það. Við þurfum fullkominn kennara, sem sinnir því einu af öllum kröptum. Unga fólkið streymdi úr sveitinni í haust og hún svo nálega andlega lífsmarkslaus, en það spilar upp glaum og gleði vestur á Hólum og hjer og þar, svo heil hjeruð njóta góðs af. Þetta má ekki ganga svona til. Við þurfum andlegan lífsstraum inn í sveitina hvað sem það kostar, þurfum að toga frá kaup- stöðunum eða í það minnsta halda í við þá og til þess þurfum við að niínu áliti fullkoniinn skóla. Kostnaðar-spursmálið gjöri jeg ekkert með, segi reikninginn falskan." 129

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.