Réttur - 01.08.1986, Síða 18
VIII
Þetta verður látið nægja um Baldurs-
heimsheimilið en fleiri móta mannfólkið
en foreldrarnir einir. Á Litluströnd, sem
er næsti bær, bjó Jón Stefánsson, þekkt-
ari undir nafninu Þorgils gjallandi. Það
var einmitt á þessum árum sem hann hóf
að birta sögur sínar undir því nafni, og
beitti sér þar hart gegn ýmsum ríkjandi
hefðum og kreddum ekki síst innan kirkj-
unnar. Mikill samgangur var á milli bæj-
anna, enda Jakobína kona Jóns og Sol-
veig í Baldursheimi systur. Mun Þórólfur
snemma hafa orðið handgenginn Jóni og
góður vinur hans allt til dauðadags 1915.
Hefur skáldið á Litluströnd vafalítið haft
á hann drjúg áhrif ekki síst í trúmálum,
enda gerðist þess skammt að bíða að hinn
ungi maður lenti í ritdeilum um þau í
sveitarblöðum. Til marks um tíðarand-
ann má geta þess hér að saga Þorgils gjall-
anda: „Upp við fossa“ var bannfærð á
velflestum heimilum fyrir óguðlegt inni-
hald sitt. Þórólfur minntist hans síðar í
grein í Skírni eftir lát hans.
Loks verður svo að geta fræðslumeist-
ara Þingeyinga, Benedikts frá Auðnum,
en í sýslubókasafnið sóttu margir sér and-
lega næringu og var Þórólfur einn af
þeim. Til eru nokkur bréf sem þeim hafa
farið í milli. Hið elsta þeirra er frá 14.
maí 1911, en þá er Benedikt fyrir nokkru
fluttur til Húsavíkur. Af þessu bréfi Ben-
edikts má ráða að Þórólfur hefur beðið
hann að senda sér bækur og nefnt ákveðn-
ar til. Því svarar Benedikt svo:
„Bækurnar vil ég útvega fyrir þig og get það
efalaust en geri ekki bráðlega pöntun ; bækur.
Bréf Ibsens eru til hér í safninu, og hæpið að
taka þau fram yfir aðrar fjölhæfari bækur handa
sveitabókasafni. Ég vildi heldur útvega gott
tímarit eða nýja Socialökonomi, eða annað al-
mennt menntandi. Þessi sérstúdíum eru fremur
óholl ungu fólki, en almenna yfirlitsþekkingin og
skilningur á táknum tímanna og rás viðburðanna
er of sjaldgæft og of lítið ástundað. Þess vegna
verða umbótatilraunirnar hjá okkur, og Iöggjaf-
arstarfið að sínu leyti, eins og Parísarmóðurinn
sem kvenfólk eltir. Hann er 2-3 ára þegar hann
kemst hingað, og tveir eða þrír nýrri liggja á
milli. Á líkan hátt erum við að bysast við að
koma á hjá okkur pólitískum umbótum eða
ástandi, sem aðrar þjóðir nú eru að losa sig við,
eða vildu fegnar vera lausar við ef þær gætu það
nema á löngum tíma. Af sömu ástæðu lærum við
ekkert af nýrri reynslu annara þjóða, en erum að
snúast í 100 ára gömlum hugmyndum og bysast
með dauð og rotin hræ gamalla hugsjóna og út-
lifaðra, sem við þó ekki trúum á.“
Um haustið þetta sama ár skrifar Þór-
ólfur Benedikt um leið og hann skilar
bókum og biður um „einkum nýrri rit um
samvinnu- og kaupfélagsskap, auk þess
að nefna eitthvað eftir Hamsun og Jakob
Knudsen. Undir lok bréfsins segir hann
síðan frá því að Benedikt Björnsson [á
Húsavík] hafi þá fyrir skömmu flutt tvo
fyrirlestra í Mývatnssveit og segir:
„Hræddur er ég um að þeir skelli utan á æði
mörgum, því undarlega er almenningur Iokaður
og tornæmur á samvinnuhugsjónir og jafnaðar-
stefnur, tel ég það einkennilegt þar sem starfað
hefir elzta kaupfélag landsins og hugsjónamenn.
Hver er orsökin?“
IX
Og innan tíðar var merkið hafið til að
„kynna þjóðinni skoðanir þeirra manna,
sem mestu þykir um vert, og frekast valda
straumhvörfum í félagslífi þjóðanna. Og í
öðru lagi á þann hátt að benda hreinlega
og hispurslaust á það sem aflaga fer í fé-
lagslífi íslendinga og óréttlátt virðist; og
leitast við að samrýma það bezta úr reynslu
annarra þjóða í samvinnu- og skipulags-
málum, innlendum staðháttum,“ svo að
vitnað sé í upphafsgrein tímaritsins
RÉTTAR, sem Þórólfur hóf að gefa út
veturinn 1915-16, þar sem hann ræðir um
hlutverk ritsins. Þar er greinilega ekki
130