Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 19

Réttur - 01.08.1986, Page 19
Baldursheimur um 1940. ætlunin að „snúast í 100 ára gömlum hug- myndum“ eins og Benedikt frá Auðnum hafði áður fundið að í bréfinu sem vitnað var til hér að framan. Og hér skyldi einnig gera almenning opnari og næmari fyrir samvinnuhugsjónum og jafnaðarstefnum, og freista þess að þar með fækki þeim sem slík fræðsla „skelli utan á.“ Svo vill til að varðveist hefur bréf frá Þórólfi til Benedikts, skrifað í Reykja- vík 28. febrúar 1915, en þann vetur dvaldist hann fyrir sunnan. Þar segir hann m.a.: „... sendi þér línur þessar aðeins til að skjóta að þér einni hugmynd, sem eg er að berjast með. Hún hefir mest magnast nú í ferðinni, af því eg hefi fundið svo átakanlega til þess, hve þjóðin er gersneidd því að vita nokkuð um þá erlendu strauma og skoðanir, sem þekktastar eru í Ping- eyjarsýslu. Eg á við „Georgisma" og samvinnu- hugsjónir." Síðan fer hann nokkrum orðum um óstand „verslunaragenta“ og óheilindi í pólitík og segir að svo búnu: „Hugmyndin sem eg vildi hreyfa við þig er sú að nokkrir góðir og vel hugsandi menn úr ýms- um landshlutum myndi félag með sér til þess að gefa út rit næsta sumar með 4-5 fræðandi og hvetjandi ritgerðum um „Georgisma“ og bænda- og verkamannafélög erlendis og nauðsyn þeirra hér. Fyrst hreyfði eg þessu við kennarana á Hvann- eyri þá Pálana [Jónsson og Zophoniasson]. Páll Jónsson er eindreginn og heitur „Georgisti“, fús til að rita í þá átt. — Ennfremur hafa þeir tekið hér ágætlega í það Jónas í Hriflu, Guðbrandur 131

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.