Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 25

Réttur - 01.08.1986, Síða 25
Erlendur Patursson Minningar- og kveðjuorð Erlendur Patursson er dáinn. Fallinn er í valinn foringi Færeyinga í frelsisbaráttu þeirra gegn danska vald- inu. Látinn er leiðtogi fiskimannastéttarinnar færeysku í frelsis- og réttindabar- áttu hennar. Horfinn er nú vinur og samherji vor, sjálfur íslendingur í aðra ætt- ina, framsýnn og djarfur fullhugi í frelsisbaráttu beggja þjóðanna. Erlendur var fæddur 20. ágúst 1913 í Kirkjubæ, hinu forna höfðingjasetri Fær- eyja. Foreldrar hans voru: Jóannes Pat- ursson kóngsbóndi, sjálfur leiðtogi í sjálf- stæðisbaráttu Færeyinga og Guðný Eiríks- dóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð — og standa að henni sterkar íslenskrar ættir. Erlendur stundaði nám í Menntaskóla Reykjavíkur, stærðfræðideild, og varð stúdent þaðan 1933. Sýndi hann strax for- •ngjahæfileika sína í félagsstarfinu innan skólans, bæði í ræðu og riti. — Síðan nam hann hagfræði í Osló og Höfn og lauk hagfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1942. Að stríði loknu flutti Erlendur til Fær- eyja og hóf þar þá frelsisbaráttu, er hann helgaði allt sitt líf. Hún hófst með glæsi- legum sigri, samþykktinni í þjóðarat- kvæðagreiðslu þann 14. september 1946, uni aðskilnað Færeyja frá Danmörku. Og sú samþykkt varð um leið hugsjónin um lokasigur í sjálfstæðisbaráttunni, því nú greip danska kúgunarvaldið inn í, leysti UPP lögþingið og knúði fram kosningar, er fóru að þess skapi: Færeyjar fengu uðeins heimasttjórn. Hófst nú að nýju sú sjálfstæðis- og rétt- indabarátta, sem enn stendur. Þjóðveld- isflokkurinn var þá stofnaður til að leiða þá baráttu, blaðið „14. september“ varð málgagn hans og Frlendur foringinn, sem mest mæddi á. Því jafnhliða sjálfstæðis- baráttunni tók hann að sér forustu í stétta- baráttu alþýðu, varð formaður „Fiski- mannafélags Færeyja“ og gegndi því for- ustustarfi í áratugi. Varð stéttabarátta félagsins hörð. Var það dæmt í sektir, er Erlendur sat af því með því að fara í fang- elsi — og í því danska fangelsi var hann 1954, er hann var kosinn fulltrúi á lög- þingið. Lögþingsmaður var Erlendur til dauða- dags, að undanskildu kjörtímabilinu 1966-70. Ráðherraembætti gegndi hann 1963-67, en það heitir á færeysku lands- stýrimaður. Voru fjármál og sjávarútveg- ur þá verksvið hans. Erlendur var kosinn í Norðurlandaráð, er Færeyingar fengu aðild að því og vann þar gott verk fyrir smáu þjóðirnar. Sat hann þar næstum óslitið til dauðadags. Samstarf það, er komið er á milli Færey- inga, íslendinga og Grænlendinga er ekki hvaö síst honum að þakka. Þannig leit stjórnmálaferillinn út hið 137

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.