Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 25

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 25
Erlendur Patursson Minningar- og kveðjuorð Erlendur Patursson er dáinn. Fallinn er í valinn foringi Færeyinga í frelsisbaráttu þeirra gegn danska vald- inu. Látinn er leiðtogi fiskimannastéttarinnar færeysku í frelsis- og réttindabar- áttu hennar. Horfinn er nú vinur og samherji vor, sjálfur íslendingur í aðra ætt- ina, framsýnn og djarfur fullhugi í frelsisbaráttu beggja þjóðanna. Erlendur var fæddur 20. ágúst 1913 í Kirkjubæ, hinu forna höfðingjasetri Fær- eyja. Foreldrar hans voru: Jóannes Pat- ursson kóngsbóndi, sjálfur leiðtogi í sjálf- stæðisbaráttu Færeyinga og Guðný Eiríks- dóttir frá Karlsskála við Reyðarfjörð — og standa að henni sterkar íslenskrar ættir. Erlendur stundaði nám í Menntaskóla Reykjavíkur, stærðfræðideild, og varð stúdent þaðan 1933. Sýndi hann strax for- •ngjahæfileika sína í félagsstarfinu innan skólans, bæði í ræðu og riti. — Síðan nam hann hagfræði í Osló og Höfn og lauk hagfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1942. Að stríði loknu flutti Erlendur til Fær- eyja og hóf þar þá frelsisbaráttu, er hann helgaði allt sitt líf. Hún hófst með glæsi- legum sigri, samþykktinni í þjóðarat- kvæðagreiðslu þann 14. september 1946, uni aðskilnað Færeyja frá Danmörku. Og sú samþykkt varð um leið hugsjónin um lokasigur í sjálfstæðisbaráttunni, því nú greip danska kúgunarvaldið inn í, leysti UPP lögþingið og knúði fram kosningar, er fóru að þess skapi: Færeyjar fengu uðeins heimasttjórn. Hófst nú að nýju sú sjálfstæðis- og rétt- indabarátta, sem enn stendur. Þjóðveld- isflokkurinn var þá stofnaður til að leiða þá baráttu, blaðið „14. september“ varð málgagn hans og Frlendur foringinn, sem mest mæddi á. Því jafnhliða sjálfstæðis- baráttunni tók hann að sér forustu í stétta- baráttu alþýðu, varð formaður „Fiski- mannafélags Færeyja“ og gegndi því for- ustustarfi í áratugi. Varð stéttabarátta félagsins hörð. Var það dæmt í sektir, er Erlendur sat af því með því að fara í fang- elsi — og í því danska fangelsi var hann 1954, er hann var kosinn fulltrúi á lög- þingið. Lögþingsmaður var Erlendur til dauða- dags, að undanskildu kjörtímabilinu 1966-70. Ráðherraembætti gegndi hann 1963-67, en það heitir á færeysku lands- stýrimaður. Voru fjármál og sjávarútveg- ur þá verksvið hans. Erlendur var kosinn í Norðurlandaráð, er Færeyingar fengu aðild að því og vann þar gott verk fyrir smáu þjóðirnar. Sat hann þar næstum óslitið til dauðadags. Samstarf það, er komið er á milli Færey- inga, íslendinga og Grænlendinga er ekki hvaö síst honum að þakka. Þannig leit stjórnmálaferillinn út hið 137
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.