Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 26

Réttur - 01.08.1986, Síða 26
ytra. Réttsýni hans, þekkingar og fádæma baráttuorku var víða þörf. Öll hans ævi, fyrst og fremst síðustu 30 árin, var helguð baráttunni fyrir heill og frelsi fámennrar þjóðar og lítils lands. Sú barátta var háð gegn ofurefli, þar sem hræsnað var með orðum lýðræðis og þjóðfrelsis, en neitað að veita það þeim, er ekki var nógu sterkur til að taka sér hvorttveggja. Auk allrar baráttunnar fyrir ýmsum réttindum Færeyinga, sem danska valdið enn neitar þeim um, ber sérstaklega að nefna baráttu þeirra fyrir rétti færeysku þjóðarinnar fyrir landhelgi sinni: 200 mílna fiskveiðilögsögunni og fékkst loks sigur í því máli 1977. Við þekkjum það íslendingar hvernig við urðum að standa í þrem stríðum fyrir útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 4, 12 og 50 mílur við „bandalagsþjóð“ vora, Breta, sem sendu herskip sín gegn okkur friðsömum og vopnlausum, til þess að reyna að kúga okkur, — hvað ekki tókst. — En um vald Færeyinga yfir landgrunninu sjálfu stend- ur baráttan enn. En svo kemur „stóri bróðir“ til sögunn- ar. Bandaríska hervaldið heimtar her- stöðvar í Færeyjum. Lögþingið hefur hvað eftir annað, — allt frá hlutleysis- yfirlýsingunni 1940, mótmælt þeirri hern- aðaraðstöðu, sem danska valdið hefur verið að gefa bandaríska hervaldinu í Færeyjum, jafnt 1951 sem 1959 og ítrek- að þau mótmæli 1961, 1970 og 1984, þar sem ítrekað er að Færeyingar haldi fast við hlutleysisyfirlýsinguna og vilji ekki láta innlima sig í nein hernaðarbandalög. En danska valdinu finnst sjálfsagt að fórna færeysku þjóðinni, ef auðdrottnum þeim, er Bandaríkjunum stjórna, finnst heppilegt að koma upp herstöðvum hjá henni. — En þetta sama vald, svo þýlynt gagnvart „stóra bróður“ þegar smáþjóð á í hlut, er orðið efagjarnt, hvað sjálfa Danmörku snertir! Erlendur Patursson tekur þetta lífs- hagsmunamál þjóðar sinnar: hlutleysið og vernd þess gegn ágengni, til meðferðar í síðasta smáriti sínu og einu hinu snjall- asta: „Aldrig kan et folk forgá, som ikke vil det selv“ — og kom það út 1986 (28 síður). — Og þar gerir Erlendur líka upp reikninginn við þá Færeyinga, sem tala um „de dejlige danske penge“ — og segj- ast ómögulega vilja missa þá. (Skyldu ekki sumir hernámssinnar á íslandi hugsa svipað). Danska ríkið lætur (1982) tæpar 400 milljónir króna til heilbrigðis- og skólamála o.s.frv. á ári. En innflutningur- inn á vörum frá Danmörku var 1983 tæpar 1500 milljónir króna og líklega eru tekjur Danmerkur milli 700 og 1000 milljónir þaraf. — En það á að reyna að svæfa Fær- eyinga með þessum „röksemdum“. Þannig barðist Erlendur allt fram til hinstu stundar til þess að halda þjóð sinni vakandi gagnvart þeim nýju hættum sem að henni steðja, og eggja hana til að halda áfram hinni aldagömlu frelsisbar- áttu. Erlendur Patursson var hamingju- samur maður í einkalífi sínu. Kona hans var Morið Holm og eignuðust þau fimm börn: Tórhallur, sem er hagfræðingur, Bergtóra, er dó ung, Jórun, sem er hjúkr- unarfræðingur, Eyðvör, sem er tannlækn- ir og Hildur, sem er uppeldisfræðingur. Eru þau öll starfandi í Færeyjum. Pau Er- 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.