Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 27

Réttur - 01.08.1986, Síða 27
lendur og Morið giftust 1939 og var hjónaband þeirra gæfusamt. Morið stóð við hlið Erlendar í öllu hans stríði, var honum stoð og stytta í harðri baráttu lífs hans allt til dauðadags. Með Erlendi er kvaddur einn af bestu sósíalistum og þjóðfrelsisleiðtogum Norðurlanda. Við þökkum honum alla hans hetju- •egu baráttu fyrir rétti smáþjóðanna, sinnar eigin og annarra. Við þökkum honum óþrjótandi elju hans í baráttunni fyrir heill og réttindum vinnandi stétta. Og síðast en ekki síst skal honum þökkuð vinátta og persónulegt samstarf að sömu hugsjónum — og færeysku þjóðinni ósk- að þess að hetjuskapur hans, hugsjónaást og stefnufesta megi lifa með henni og hjálpa til þess að leiða hana til endanlegs sigurs. Einar Olgeirsson. RITVERK ERLENDAR: I blaðinu „14. september" og „Búgvin“, gefið út 1 Höfn, er fjöldi greina eftir hann. í „Sjón og Seiggu'1, afmælisriti, er gefið var út á 70 ára afmæli hans er úrval úr greinum hans, sérstaklega úr 14. september. „Fólksflytingin úr Föroyum““ 1943. „Föroysk búreising" 1945. „Föroysk stjórmál" 1945. „Samfélagsrit“ er tímarit, sem kom út 1945 til 1952 og var Erlendur ritstjóri þess og reit mikið í það. Fiskveiði — Fiskimenn. 2 bindi um útvegssögu Færeyinga frá upphafi til 1940. (1961). t.Fiskivinna og Fiskivinnumál“, 3 bindi er fjalla um tímabilið 1940-1970. Komu út á árunum 1979 til 1981. Eru öll þessi fimm rit hin stærstu, er hann reit. Foroya soga. Stjórnarviðurskipti frá landsnámstíð 91 1298. — Kom út 1964. Foroya soga. Úr einaveldi í amtsveldi. Stjórnar- viðurskipti 1834-54. — Kom út 1965. Quo vadis — Foroyar. (Hvert stefna Færeyjar). Grein sem er 11 síður, sérprentuð úr tímaritinu „Syn og Segn“ 1971. „Hin vonda samviska Norðurlanda“. Erindi um norræna samvinnu, sem Erlendur flutti í útvarpið á Ólafsvöku 1977 og birt er í „Rétti“ 1977, bls. 175- 184. „Aldrig kan et folk forgá“ — som ikke vil det selv. — Skiptist í 5 kafla, er 28 síður, útgefandi Söguútgávan 1986. Af eftirmælum, sem birtst hafa í íslenskum blöð- um um Erlend, skal sérstaklega minnst þess, er Guðmundur Arnlaugsson ritar um hann í Morgun- blaðið 6. júlí og er að ýmsu stuðst við það hér sökum þess hve gott og ýtarlegt það er. Einng var góð grein í „Þjóðviljanum“ 22. júnt eftir Árna Bergmann: „Erlendur, Færeyjar og við“.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.