Réttur - 01.08.1986, Side 30
Ólafur Friðriksson
100 ár
Það eru á þessu ári liðin 100 ár frá því Ólafur Friðriksson fæddist austur á
Eskifirði.
Þegar Ólafur Friðriksson varð fertug-
ur, 16. árgúst 1926, voru ritaðar um hann
margar greinar í Alþýðublaðið. Tvær
þeirra byrja svo að segja með þessum
orðum: „Maður er nefndur Guðjón Bald-
vinssonfrá Böggvisstöðum“. Þær voru rit-
aðar af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara1
og Jakob Smára skáldi. Orsökin var hver
áhrif Guðjón hafði haft á Ólaf, sem sjálf-
ur lýsir þeim svo: „Minnistæðastur er mér
Guðjón Baldvinsson úr Svarfaðardal“...
„Hann var jafnaðarmaður. Þá vissi ég
ekki hver jafnaðarstefnan var“... „Við
ræddum mikið um jafnaðarstefnuna.“2
Ólafur Friðriksson verður sósíalisti eft-
ir þessa viðkynningu. Og 1910 mælir hann
sem áheyrandi á þingi Alþýðusambands
sósíalista (II. Internationale) og skrifar
um það í „Norðurland“.3
í nóv. 1914 heldur Ólafur heim til Akur-
eyrar og mótar þar hugmyndir sínar um
stefnuskrá og lög sósíalista og stofnar
1915 Jafnaðarmannafélag Akureyrar, hið
fyrsta á íslandi.4
Síðan heldur hann til Reykjavíkur,
gerist ritstjóri „Dagsbrúnar“, blaðs
verkalýðsfélaga og stendur síðan sem for-
ustumaður og frumkvöðull að stofnun Al-
þýðusambands - Alþýðuflokks 12. mars
1916. Og þau byrja 1919 útgáfu „Alþýðu-
blaðsins" sem dagblaðs með Ólaf sem rit-
stjóra.
Saga Ólafs Friðrikssonar er síðan þátt-
ur í sögu íslands: Sjómannaverkfallið,
hin harðnandi stjórnmálabarátta, hvíta
stríðið í nóvember 1921 o.s.frv. Verður
hér engin tilraun gerð til að rekja alla þá
baráttusögu, — aðeins minnt á að nú eru
100 ár liðin síðan þessi maður fæddist, er
vann um skeið svo vel að því að vekja ís-
lenska alþýðu til baráttu fyrir lífi sínu og
frelsi, fyrir sósíalisma.
Rétt er að draga hér upp tvær myndir,
sem mér eru enn ljóslifandi úr lífi Ólafs:
Það var líklega 1920. Við heyrðum
nokkrir menntaskólapiltar að eitthvað
„stæði til“ niður við höfn og fórum
þangað. Þar var verið að skipa upp úr
Iitlu skipi (eða togara). — Allt í einu
vindur Ólafur Friðriksson sér um borð og
upp í „brú“ og kallar niður til verka-
mannanna í lestinni: „Hér er verkfall, all-
ir upp“. Og verkamennirnir héldu uþp á
bryggju allir sem einn. Þannig voru verk-
föllin tilkynnt í þá daga! —
Svo hin myndin: Ólafur Friðriksson
kom til okkar í Berlín 1922 frá Moskvu,
4. heimsþingi Komitern, og var með okk-
ur einn dag. Ég man að hann hafði sett
járnhring um einn fingur og sagði við
okkur: „Ég hef þennan hring og álít að
allir kommúnistískir fangar um víða ver-
öld ættu að hafa slíkan og samkomulag
yrði um að hugsa hlýlega hver til annarss
142