Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 30
Ólafur Friðriksson 100 ár Það eru á þessu ári liðin 100 ár frá því Ólafur Friðriksson fæddist austur á Eskifirði. Þegar Ólafur Friðriksson varð fertug- ur, 16. árgúst 1926, voru ritaðar um hann margar greinar í Alþýðublaðið. Tvær þeirra byrja svo að segja með þessum orðum: „Maður er nefndur Guðjón Bald- vinssonfrá Böggvisstöðum“. Þær voru rit- aðar af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara1 og Jakob Smára skáldi. Orsökin var hver áhrif Guðjón hafði haft á Ólaf, sem sjálf- ur lýsir þeim svo: „Minnistæðastur er mér Guðjón Baldvinsson úr Svarfaðardal“... „Hann var jafnaðarmaður. Þá vissi ég ekki hver jafnaðarstefnan var“... „Við ræddum mikið um jafnaðarstefnuna.“2 Ólafur Friðriksson verður sósíalisti eft- ir þessa viðkynningu. Og 1910 mælir hann sem áheyrandi á þingi Alþýðusambands sósíalista (II. Internationale) og skrifar um það í „Norðurland“.3 í nóv. 1914 heldur Ólafur heim til Akur- eyrar og mótar þar hugmyndir sínar um stefnuskrá og lög sósíalista og stofnar 1915 Jafnaðarmannafélag Akureyrar, hið fyrsta á íslandi.4 Síðan heldur hann til Reykjavíkur, gerist ritstjóri „Dagsbrúnar“, blaðs verkalýðsfélaga og stendur síðan sem for- ustumaður og frumkvöðull að stofnun Al- þýðusambands - Alþýðuflokks 12. mars 1916. Og þau byrja 1919 útgáfu „Alþýðu- blaðsins" sem dagblaðs með Ólaf sem rit- stjóra. Saga Ólafs Friðrikssonar er síðan þátt- ur í sögu íslands: Sjómannaverkfallið, hin harðnandi stjórnmálabarátta, hvíta stríðið í nóvember 1921 o.s.frv. Verður hér engin tilraun gerð til að rekja alla þá baráttusögu, — aðeins minnt á að nú eru 100 ár liðin síðan þessi maður fæddist, er vann um skeið svo vel að því að vekja ís- lenska alþýðu til baráttu fyrir lífi sínu og frelsi, fyrir sósíalisma. Rétt er að draga hér upp tvær myndir, sem mér eru enn ljóslifandi úr lífi Ólafs: Það var líklega 1920. Við heyrðum nokkrir menntaskólapiltar að eitthvað „stæði til“ niður við höfn og fórum þangað. Þar var verið að skipa upp úr Iitlu skipi (eða togara). — Allt í einu vindur Ólafur Friðriksson sér um borð og upp í „brú“ og kallar niður til verka- mannanna í lestinni: „Hér er verkfall, all- ir upp“. Og verkamennirnir héldu uþp á bryggju allir sem einn. Þannig voru verk- föllin tilkynnt í þá daga! — Svo hin myndin: Ólafur Friðriksson kom til okkar í Berlín 1922 frá Moskvu, 4. heimsþingi Komitern, og var með okk- ur einn dag. Ég man að hann hafði sett járnhring um einn fingur og sagði við okkur: „Ég hef þennan hring og álít að allir kommúnistískir fangar um víða ver- öld ættu að hafa slíkan og samkomulag yrði um að hugsa hlýlega hver til annarss 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.