Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 34

Réttur - 01.08.1986, Page 34
Félagið ákvað fljótt að koma sér upp ágætu bókasafni og hef ég með höndum skrána yfir 36 bækur, er það eignaðist. Kennir þar margra grasa, allt frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og Jóhann- esi úr Kötlum til Marx, Engels og Lenins og hafa þeir félagarnir einnig verið dug- legir við fagrar bókmenntir á erlendri tungu svo sem Agnes Smedley, Ernst Toller, Maxim Gorki o.fl. Fundir voru mjög tíðir í félaginu og starfsemi góð. Á fundi 14. apríl 1935 segir Skúli ferðasögu sína frá Reykjavík og viðtöl við forustu K.F.Í. og leggur til að félagið gerist deild í flokknum. Var það síðan samþykkt á tveimur fundum í röð. Til dæmis um hin fjölbreyttu starfsemi félagsins skal þess getið að auk pólitísku umræðnanna lásu félagarnir þarna upp sögur og leikrit, er þeir höfðu samið. Voru fundir mjög tíðir og áhugi félag- anna mikill. 16. apríl 1939 var stofnað Sósíalistafc- lag Bæjarhrepps, nafni hins gamla félags raunverulega bara breytt. Til að byrja með er starfsemin góð, en nokkuð tekur að draga úr fundahöldum eftir 1942. Virðist það leggjast í dá eftir 1945, en vakna aftur 1967 og er Lára Helgadóttir þá komin í félagið og orðin ritari þess. Skal hér ekki rakin frekar saga þessara samtaka, en Skúli var formaður þeirra þá þau lifnuðu aftur um skeið. Þessi stutta frásögn gefur nokkra hug- mynd um hve ötull Skúli hefur verið. Hann er eigi aðeins stofnandi, rekur lestr- arfélag og koma þeir sér svo upp blaði. Og á þessu skeiði fara og fram þingkosn- ingar og er Björn Kristmundsson í fram- boði fyrir K.F.Í. þá harðasta baráttan er háð. Það var gott mannval, sem Skúli hafði sér við hlið og munaði þar ekki hvað síst um Jónas Benonýsson. Allan þennan tíma, sem Skúli vinnur að þessum félagsmálum, starfar hann áfram sem bóndi. Það var stórkostlegt að sjá hann, eftir að hann missti sjónina, ganga um túnið og slá, rétt eins og sjáandi maður. Hann þekkti hvern blett. En mesta stórvirki hans eru bækurnar, sem hann ritar og gefnar eru út. Til hjálp- ar við útgáfuna átti hann góðan vin í Reykjavík Pétur Sumarliðason kennara og bjó Skúli oft hjá þeim hjónum, Guð- rúnu Gísladóttur og Pétri, er hann var hér syðra, en átti líka góða stoð í Blindra- heimilinu. Bækur hans frá þessum árum eru: Bréf úr myrkri. „Heimskringla“ gaf það út 1961. Það, sem ég hef skrifað. Það er úrval ritgerða hans og vann Pétur Sumarliða- son að því með honum, en „Heimskring- la“ gaf út 1969. „Heyrt en ekki séð.“ Pétur Sumarliða- son bjó til prentunar og sá um útgáfuna. Hafnarfirði 1972. „Vér vitum ei hvers biðja ber.“ Eru það útvarpsþættir — því þá hélt Skúli marga og sá Pétur um útgáfuna, en Heims- kringla gaf út 1975. „Svo hleypur æskan unga.“ Bjó Pétur þá bók til prentunar og sá um útgáfuna, en „Skuggsjá“ í Hafnarfirði gaf út 1975. „Hver liðin stund er lögð í sjóð.“ Torfi Jónsson sá um þá útgáfu, en „Skuggsjá“ gaf út 1982. Að bátsferðinni lokinni Jæja, Skúli minn, — þá er nú bátsferð- inni þinni lokið og ekki efast ég um að þinn gamli, góði ferðafélagi sé kominn með þig til hennar Maríu sinnar í kaffið og pönnukökurnar.' Og vel hefur hann fylgst með þér í öllum barningnum hérna 146

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.