Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 35
Skúli ásamt vini sínumm, Pétri Sumarliðasyni, kennara.
megin að muna líka eftir Edgeworth-segla-
tóbakinu í pípuna, — slík hefur velþókn-
un hans verið á öllu þínu starfi og striti.
— En ekki efast ég um að þið verðið ekki
búnir að sitja lengi að sumblinu, þegar
hann Pórbergur kemur, til að fá fréttir af
Elskunni sinni, hún var jú kennari þinn og
þú manst eftir heimsókninni hans forðum
á Ljótunnarstöðum. — En þegar hann
bórbergur kemur, þá bregður hryggðar-
svip á andlit þíns góða ferðafélaga, hans
guðs þíns, og hann segir sorgmæddur við
ykkur báða, fyrst til Þórbergs:2
„Ekki hef ég enn efnt loforðið, er ég
gaf þér forðum, Þórbergur minn, um „að
breyta skipulaginu“ og þú varðst svo hrif-
inn af að nú yrði „bylting í ríki útvaldra“.
„Þetta er ekki eins auðvelt og þið hald-
ið félagar góðir. Ég er ekki almáttugur og
get ekki gert slíkt nema með góðra
manna hjálp — og þeim verð ég að
smygla inn í himnaríki, eins og þegar ég
kom nú bakdyramegin með hann Skúla
minn, því ekki dugar að fara gegnum
gullna hliðið hans Péturs. Þar vaða þeir
inn þúsundum saman prestar og prelátar,
framagosar og farisear, hrópa bara „Já,
já, herra minn“ við öllu, sem Pétur spyr
um — og þegar allur þessi lýður er kom-
inn hingað inn er hann engu betri en hann
var á jörðinni niðri. — En þetta fer nú að
batna þegar ég fæ menn eins og ykkur
hingað. Við skulum nú taka til óspilltra
málanna, því bráðum koma fleiri, — ég
reyni að gæta þess að missa þá ekki í hinn
staðinn, svo þeir verði ekki á undan að
147