Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 38

Réttur - 01.08.1986, Side 38
Auðdrottnar B andaríkj anna, V2% íbúanna, eiga allt frá þriðjungi allra eigna — og meira en helming atvinnutækja utan hlutabréfamarkaðs í júlí 1986 voru eftirfarandi fréttir sagð- ar í Ríkisútvarpinu: „Við sögðum frá því í fréttum fyrir skömmu að Hagstofan í Bandaríkjunum hefði komist að raun um það, að mikill munur væri á eignum hvítra manna og blökkumanna. Heimili hvítra manna eru að meðaltali skráð fyrir tífalt meiri eign- um en heimili blökkumanna. Nú hefur verið gefin út skýrsla, sem sýnir að stór hluti auðs er í höndum tiltölulega fárra einstaklinga.“ Og nú tekur Stefán Jón Hafstem fréttamaður úvarpsins í Banda- ríkjunum við: „Samkvæmt nýrri skýrslu nefndar sem vinnur að endurskoðun skattalaga fyrir þingmenn Demókrata, er nú stærri hluti eigna í höndum færri manna en nokkru sinni fyrr. Hálft prósent Bandaríkjamanna á 35% allra eigna. Þetta hlutfall er nú mun hærra en fyrir rúmlega tíu árum. Þá var þetta hálfa prósent íbúa landsins skráð fyrir fjórðungi, 25% eigna. Þetta smábrot af mannfjöldanum hefur því aukið eignahlutfall sitt um tíu prósent á tiltölulega stuttum tíma og er nú skráð fyrir 35% eigna sem fyrr segir. Þetta segir þó ekki alla söguna. Sé aðeins tekið eignahald í atvinnulífinu, fyrst al- menn hlutabréf, þá á þetta hálfa prósent manna 46% eigna. Séu teknar eignir í at- vinnulífínu sem eru ekki á almennum hlutabréfamarkaði, á hálft prósent manna 56% eigna. Þetta eru þeir sem eru kallaðir hér í Bandaríkjunum „the super rich“ eða „hinir vellauðugu“. I þessari flokkun er um að ræða 420.000 heimili sem eru að meðaltali skráð fyrir tveimur og hálfri milljón dollara hvert. Til saman- burðar má geta þess að heimili hvítra Bandaríkjamanna eru að jafnaði skráð fyrir innan við fjörutíuþúsund dollurum og meðaltal heimila blökkumanna er rúmlega þrjúþúsund dollarar. Það er deg- inum Ijósara að í þessum hópi hinna vell- auðugu er meðaltal hins vegar villandi, því efsta brotabrotið af heildaríbúafjöld- anum á stóran hlut af því sem þetta hálfa prósent íbúanna er skráð fyrir. 150

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.