Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 39

Réttur - 01.08.1986, Side 39
Fatækrahverfi í Baltimore. Ljósm. Jacob Holdt. Það er auðvitað ekki tilviljun að þessi könnun var gerð nú, þar sem fyrir stendur hreyting á skattalögunum. Skattastefnan undanfarin ár er einmitt talin ástæðan fyr- >r því að hinir ríku hafa orðið ríkari eins og oft er sagt. Á meðan laun lækkuðu hjá lægst launaða fólkinu, hækkuðu skattar í raun. Á sama tíma gerðist það hjá milli- stéttinni að verðbólgan ýtti henni sífellt ofar í skattstiganum. Hins vegar lækkuðu skattar hjá hinum auðugustu, ef þeir borguðu yfirleitt nokkra skatta. Það á jafnt við um einstaklinga og fyrirtæki, til dæmis var skýrt frá því í sjónvarpsfréttum 1 gær, að helstu fyrirtæki hergagnafram- leiðenda hefðu hagnast um tugi milljarða dullara undanfarin ár, en einungis borgað smábrot í skatta, eða enga. Viðbrögð við svona tölum eru misjöfn. Sumir telja að þetta sanni að hækka verði skatta á hina ríku, eða ríkir eigi að taka að sér dreif- ingu hluta þessa auðs. Aðrir telja þvert á móti, þetta sé einmitt æskilegasta niður- staða hagkerfisins, ætlunin sé alls ekki að skipta auðnum jafnt. Það sé samkeppnin sem um hann gildi. Þá benda enn aðrir á, að þó hinir ríku hafi orðið ríkari, þá hafi allir aðrir einnig orðið ríkari. Það er að vísu umdeilt en breytir ekki því, að hinir fáu sem eru vellauðugir, hafa orðið enn auðugri, hraðar og meir en allir hinir.“ „Þetta er Stefán Jón Hafstein sem talar frá Bandaríkjunum.“ 151

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.