Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 45
tvenns konar: Annars vegar lauslæti í
peningastefnu ríkisstjórna Vesturlanda í
byrjun áratugarins og skömmu fyrir hrun
alþjóðagjaldeyriskerfisins sem ríkti á
sjötta og sjöunda áratugnum (þ.e. svo-
kallað Bretton-Woods-kerfi frá 1944 sem
byggðist á því að gengi gjaldmiðla Vest-
urlanda var bundið fast við gengi Banda-
n'kjadals). Stóraukinn viðskiptahalli
Bandaríkjanna í byrjun áttunda áratugar-
ins leiddi, samkvæmt McCracken-skýrsl-
unni, til stórkostlegrar aukningar pen-
ingamagns á Vesturlöndum og skorts á
aðhaldi í utanríkisviðskiptum. Aukið at-
vinnuleysi á árunum 1970 og 1971 leiddi
þar á ofan til þess að ríkisstjórnir Vestur-
landa gripu til þensluaðgerða í peninga-
málum og ríkisumsvifum, en þessar að-
gerðir juku enn frekar verðbólguna á
Vesturlöndum.
Hins vegar er verðbólgan rakin til sam-
félagslegra breytinga á Vesturlöndum á
síðustu þremur áratugum. Hér er átt við
auknar neyslukröfur launþega og vænt-
'ngar um að full atvinna yrði ávallt
tryggð. Samkvæmt skýrslunni hefur stór
hluti launþega í dag ekki upplifað tímabil
heimskreppunnar á fjórða áratugnum, en
miklar launakröfur þessara „ungu“ laun-
þega leiða til stöðugt aukins framleiðslu-
hostnaðar sem er velt út í verðlagið.
Það stóð ekki á lausnum á verðbólgu-
vandanum í 60 síðna McCracken-bækl-
’ngnum. Fyrsta skrefið sem stíga yrði var
Sagt vera að auka atvinnuleysi til skamms
tirna eða þar til verðbólga hefði minnkað.
^íöan skyldi atvinnuleysið minnkað
smám saman að nýju þar til „jafnvægi“
hefði náðst á vinnumarkaðnum eða
ni-ö.o. þar til laun hefðu lækkað nægilega
ttt'kið. Hér er því krafist niðurskurðar á
°pinberri þjónustu, velferðarstofnunum
°g launum.
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins gerði
þessa stefnu að sinni og hóf niðurskurð-
inn. Sömu sögu er að segja af öðrum
ríkisstjórnum sósíal-demokrata í Evrópu;
þær lögðu einnig á flótta og vörpuðu frá
sér bitlausu vopni keynesismans á undan-
haldinu. Leiftursókn nýfrjálshyggjunnar
og peningamagnskenninga var á næsta
leyti og helsta vígi „hlutlægrar“ og „vís-
indalegrar“ stefnumörkunar í efnahags-
málum, stofnanir OECD voru fallnar í
greipar hægrisinnaðra, nýklassískra hag-
fræðikenninga. Niðurskurðarstefna Verka-
mannaflokksins og launastefna hans á
seinni hluta áttunda áratugarins leiddi til
stóraukinna átaka milli forystusveitar
flokksins og almennra flokksfélaga og
sömu sögu er að segja af launþegahreyf-
ingunni. Almenningur missti trúna á
Verkamannaflokknum og tómarúm skap-
aðist í breskum stjórnmálum. Þetta tóma-
rúm nýttu öfgasinnaðir nýfrjálshyggju-
menn sér í íhaldsflokknum og boðuðu
einfaldar lausnir og trú á hinn sterka leið-
toga: Járnfrúin, Thatcher, birtist sem
hinn frelsandi leiðtogi, eins konar nútíma
Joan D’Arc-hnignunar breska auðvalds-
kerfisins. í ljósi reynslunnar er Thatcher
þó aðeins skopmynd kynsystur sinnar.
Grunnþættir tatcherisnians
Thatcherisminn byggir á grunni
McCracken stefnunnar, en þó einkum á
kenningaklasa sem kallaður hefur verið
peningamagnskenningar (,,monetarismi“).
Megin tilgangur þessara kenninga eru:
1) Þegar til lengri tíma er litið eru að-
gerðir stjórnvalda í peningamálum og
umsvif hins opinbera áhrifslausar
gagnvart hinum raunverulegu þáttum
hagkerfisins; aukning peningamagns
og umsvif hins opinbera leiða ekki til
aukinna rauntekna efnahagskerfisins,
157