Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 48

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 48
innar verið takmarkaður á mörgum mikil- vægustu sviðum efnahagsstefnunnar: í fyrsta lagi hefur peningamagnið aukist langt umfram markmið stjórnarinnar samkvæmt fjárlögum og sömu sögu er að segja af lánsfjárþörfinni. Loks hefur sam- neysla eða opinber útgjöld í heild aukist (en inni í þeim tölum eru aukin hernaðar- útgjöld). Prátt fyrir hið mikla atvinnuleysi og þar af leiðandi minni eftirspurn eftir innflutn- ingi hefur þróun utanríkisviðskipta einnig verið óhagstæð. Jafnframt hefur fjármagn flætt úr landi (sjá töflu 4). TAFLA 4. Ár Vöruskipta-* jöfnuður Viðskipta- jöfnuöur Fjárfestingar erlendis 1979 - 3449 - 533 + 1835 1980 + 1513 + 3635 - 1455 1981 + 3652 + 7251 ! - 7351 1982 + 2384 + 5774 - 3356 1983 - 1165 + 2543 - 3231 1984 - 4255 + 51 - 3872 * Allar tölur í milljónum punda. Heimild: Tomlinson. Röng stefna í verkalýðsmálum Eitt af meginatriðum íhaldsstefnunnar hefur verið að draga úr völdum launþega- hreyfingarinnar með það fyrir augum að gera vinnumarkaðinn hreyfanlegri og draga úr launakröfum. Aðgerðir stjórnar- innar hafa einkum beinst að því að draga úr miðstjórnarvaldi forystu launþega- hreyfingarinnar með löggjöf sem skerðir möguleika á samúðarverkföllum og ein- nig lögum sem ætlað er að „auka lýðræði“ innan stéttarfélaganna, m.a. hvað varðar kosningar í stjórn félganna og heildar- samtaka þeirra, opnun vinnustaða fyrir ófélagsbundnu verkafólki og skerta möguleika forystu verkalýðsfélaga til boðunar verkfalla án almennra kosninga í félögunum og draga þannig úr mikilvægu frumkvæðisvaldi forystunnar. Loks hafa lögin beinst að því að takmarka sjóði í eigu verkalýðsfélaga sem eru notaðir í stjórnmálalegum tilgangi. Pessum aðgerðum hefur að sjálfsögðu verið mótmælt af launþegahreyfingunni, sem eðlilega ver lýðræðislegan rétt sinn til að ráða sjálf innri málum og starfshátt- um. Aðgerðir stjórnarinnar hafa einnig verið gagnrýndar fyrir óraunsæi enda er engan veginn ljóst að þessar aðgerðir muni draga úr baráttuvilja launþega eða verkföllum og launahækkunum. Nýlegar rannsóknir, einkum í Bandaríkjunum, hafa sýnt að há laun í geirum þar sem miðstjórnarvald launþegasamtaka er sterkt, stafar ekki af hinu sterka mið- stjórnarvaldi sem slíku, heldur fylgja launahækkanir framleiðniaukningu í við- komandi atvinnugreinum (Freedman og Medoff). Enn á ný hittir stefna Thatcher ekki í mark; skert miðstjórnarvald í verkalýðshreyfingunni leiðir ekki nauð- synlega til lægri launa, þvert á móti er lík- legt að það leiði til misgengisverðbólgu þegar til lengri tíma er litið. Afleiðingar iðnaðarstefnu stjórnarinn- ar voru að nokkru raktar að ofan. Stefnan hefur vægast sagt verið iðnfyrirtækjunum óhagstæð. Árið 1983, í fyrsta sinn í yfir tvær aldir síðan í iðnbyltingunni, var við- skiptajöfnuður iðnaðarvara óhagstæður Bretum, eða m.ö.o. þeir fluttu meira inn af iðnaðarvörum en þeir fluttu út. Iðnað- arstefnan hefur falist í: a) sölu ríkisfyrirtækja og að koma opin- berri þjónustu í hendur einkaaðila; b) niðurskurði á styrkjum til iðnfyrir- tækja; c) markvissara vali á iðnfyrirtækjum og 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.