Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 49

Réttur - 01.08.1986, Page 49
/\- 711 landsvæðum sem njóta styrkja; d) áherslu á hina „nýju tækni“. Aherslan á nýju tæknina og hátækni- iðnað hefur verið á kostnað þróunar og rannsóknarstarfssemi í hefðbundnum iðnaði — t.d. „hvítra" heimilistækja eins og þvottavéla, ískápa o.s.frv. og véla og framleiðslutækja. Stefnan hefur leitt til vanrækslu iðngreina þar sem atvinnutæki- færi og framleiðsla er mikil. Um leið van- rækir stefnan atvinnugreinar sem eru mikilvægar fyrir samkeppnisstöðu bresks iðnaðar í nánustu framtíð. í tengslum við iðnaðarstefnuna hefur stjórnin jafnframt staðið fyrir svokölluðum atvinnuleysisað- gerðum sem er ætlað að veita einkum ungu fólki starfsþjálfun. Þessar atvinnu- leysisaðgerðir eru í reynd styrkir til fyrir- tækja sem fá með þessum aðgerðum ódýrt, niðurgreitt vinnuafl, auk þess draga þær lítið eitt úr þrúgandi atvinnuleysi í land- inu og lækka opinberar atvinnuleysistölur. Sala ríkisfyrirtækja En megin áherslubreytingin eftir 1983 er hin ntikla áhersla á sölu ríkisfyrirtækja, m.a. til að koma til móts við gjaldþrot niðurskurðarstefnunnar í ríkisgeiranum og í skattamálum. Þessi stefna er þó ótví- rætt langtíma stefnumið íhaldsmanna, raunar sú kredda hægrimanna að einka- fyrirtæki hljóti ávallt að vera betur rekin en fyrirtæki í félagslegri eign. En efna- hagslegur ávinningur af sölu ríkisfyrir- tækja er vægast sagt umdeilanlegur. Einka- eign á fyrirtækjum þarf ekki nauðsynlega að þýða aukna samkeppni og lægra vöru- og þjónustuverð. Sala fyrirtækja eins og British Telecome (breska síma- og fjar- skiptafyrirtækið), British Gas og flugfé- lagsins British Airways sem að öllum lík- indum verður selt á næstunni, leiðir ekki til aukinnar samkeppni. Gagnvart heilsu- gæslu og heilbrigðisþjónustu eru kostir opinbers reksturs ótvírætt þeir að verð á innkeyptum lyfjum og læknisþjónustu hefur tilhneigingu til að vera lægra en ef margir innkaupsaðilar kepptu saman — burtséð frá því að opinber rekstur á þessu sviði miðar að því að veita öllum jafn- góða þjónustu fyrir sama verð. Niður- skurðurinn í heilbrigðiskerfinu hefur þeg- ar aukið stéttaskiptinguna í landinu því biðlistar fyrir aðgerðir lengjast stöðugt og hinir ríku komast hjá löngum biðum með því að borga meira fyrir aðgerðir í einka- spítölum, þar sem biðlistar eru ekki langir. Sala ríkiseigna og áætlanir (skv. fjárlögum 1986/87) (í milljörðum punda) 5.0Eí3ilHon 4.5 ----------------—------------ “ - 4.0----------------------------- ' 3.5 ----------------------------- - - 3.0---------------------------------- 79 80 81 82 83 34 85 36 87 83 Heimild: Guardian 19. mars 1986. (1987 og '88 áætlað skv. fjárlögum.) Fylgishrun Ihaldsflokksins — vandi borgarastéttarinnar Það hefur verið ein af meginforsendum öfgaastefnu nýfrjálshyggjunnar að láta á það reyna hversu lengi og hversu mikið atvinnuleysi þarf að aukast til að brjóta 161

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.