Réttur


Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 54

Réttur - 01.08.1986, Qupperneq 54
tækni svokallaða mun ryðja sér til rúms innan fárra ára. Þetta verður skýrt nánar síðar í greininni. Þegar til lengri tíma er litið er hreyfan- leiki markaða, hvað varðar framleiðslu- hætti og verðbreytingar í „jafnvægisátt“, því ekki aðeins takmarkaður af launþega- hreyfingunni sem nýfrjálshyggjusinnarnir hamast gegn, heldur einnig af fyrirtækj- unum og eðli auðmagnsupphleðslu þeirra. En óraunsæi hagfræðikenninganna er ekki aðeins hvað varðar langtímaþróun auðvaldskerfisins; þegar til skemmri tíma er litið eru hagsmunir kaupenda og selj- enda að draga úr verðsveiflum og tryggja sér stöðugt framboð eða eftirspurn af vör- um (eftir því hvort kaupendur eða selj- endur eiga í hlut). Ef seljandi hækkar vörur sínar í verði á hann/hún á hættu að tapa viðskiptavinum í framtíðinni, þ.e. ef hann/hún hækkar umfram aðra og um Ieið umfram það sem réttlátt þykir miðað við markaðsaðstæður. Réttlætissjónar- mið ráða þannig ferðinni á vörumarkaðn- um ekki síður en á vinnumarkaðnum þar sem launaþróun ræðst af viðmiðun stétta við afkomu hver annarrar og viðmiðun við þróun þjóðartekna. Afleiðingin er að meðan þjóðartekjur aukast eða afkoma einhverra stétta eða hópa atvinnurekenda og launþega batnar áberandi umfram annarra, þá draga launþegar ekki úr launakröfum sínum. Öfgastefnu nýfrjáls- hyggjunnar nægir því ekki að draga úr völdum launþegahreyfingarinnar sem slíkrar heldur verður hún að ráðast af hugmyndafræði sem fest hefur rætur eftir áratuga baráttu launþegahreyfinganna í auðvaldsríkjunum og félagshyggjuflokka og hreyfinga. Þessi hugmyndafræði er ekki síst sterk meðal eldri kynslóðarinnar í V.-Evrópu. Stærsti annmarki ný-klassísku hagfræð- innar í ljósi núverandi kreppuaðstæðna og tilrauna til lausnar auðvaldskreppunn- ar er þó vafalaust sá að þróun vísinda og tækni er skoðuð sem utanaðkomandi afl en ekki hluti (Iíkansins) af hagkerfinu. Hagkerfið samkvæmt líkönum þessara hagfræðikenninga er í raun fátt annað en lögmál verðmyndunar undir kringum- stæðum fullkominnar samkeppni og frá- vik frá eða tilhneiging til jafnvægisstöðu á mörkuðum (sem er fyrirframgefin for- senda og fullkomin hugsmíð sem aðeins er til í höfðum ný-klassískra hagfræðinga, í veruleikanum einkennist auðvaldskerfið af óstöðugleika og ójafnvægi). Þar sem þessar kenningar missa sjónar á grunndráttum samspils tækniþróunar og langtíma efnahagsþróunar skortir rétta áherslu á virka vísinda- og tæknistefnu í þeim efnahagsstefnum sem af kenningunum eru dregnar (sbr. tæknistefna Thatcher- stjórnarinnar sem lýst var fyrr í grein- inni). Slíkar kenningar eru ófærar um að greina mikilvægi tækniþróunar í tilurð efnahagskreppa. Þessi annmarki ein- kennir raunar einnig keynesískar kenn- ingar og skýrir hvers vegna efnahags- stefnur sem byggja á þessum kenningum eru ófærar um að leysa efnahagskreppuna og hvers vegna þær fást aðeins við hag- stærðir á yfirborði efnahagslífsins eins og peningamagn, vaxtastefnu, skatta og ríkisútgjöld og móta þannig aðeins óbeint efnahagslífið og auðmagnsupphleðsluna. Kreppur og hagsveiflur Saga auðvaldskerfisins hefur einkennst af djúptækum efnahagskreppum með fjögurra til fimm áratuga millibili. í þess- um kreppum er auðvaldskerfið endur- skipulagt, ný tækni er innleidd, samskipti atvinnureknda og launþega og skipulag vinnunnar tekur á sig ný frambúðarform, 166
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.