Réttur


Réttur - 01.08.1986, Page 58

Réttur - 01.08.1986, Page 58
Gjaldþrot keynesismans Gjaldþrot keynesismans felst í því að hann er ófær um að ráða fram úr stöðnun- arverðbólgunni því efnahagsstefna hans fæst aðeins við hagstærðir á yfirborði efnahagskerfisins og er ófær um að skerða raunlaun nægilega til að tryggja fyrirtækjunum þolanlegt gróðahlutfall án þess að raska stéttasamvinnukerfinu. En forsenda stéttasamvinnukerfisins er nægi- leg framleiðniaukning og ný tæknikerfi sem gera auðmagnsupphleðsluna mögu- lega miðað við gróðahlutfall sem fyrir- tækin sætta sig við og þar sem styrkleiki borgarastéttarinnar er meiri en verka- lýðsstéttarinnar verður það hlutverk keynesistanna og þess hluta verkalýðs- hreyfingarinnar sem þeim fylgja að lækka laun og skera niður velferðarkerfið, því þegar allt kemur til alls hefur borgara- stéttin úrslitavopn í hendi sér þar sem er raunveruleg hótun um lokun fyrirtækja og flutning til annarra landsvæða eða landa þar sem möguleikar eru á gróða- vænlegri fjárfestingum. Þetta mögulega vald auðmagnsins er jafnvel enn meira hjá fjölþjóða-auðhringum en smáum „þjóðlegum“ atvinnurekendum. Þróun auðvaldskerfisins á undanförn- um áratugum hefur einmitt einkennst af útþenslu fjölþjóðlegra auðhringa og sí- auknum völdum þeirra. Þessi þróun hefur óvíða verið skýrari en á Bretlandi. Framhald í nœsta hefti Réttar. 170

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.