Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 58

Réttur - 01.08.1986, Síða 58
Gjaldþrot keynesismans Gjaldþrot keynesismans felst í því að hann er ófær um að ráða fram úr stöðnun- arverðbólgunni því efnahagsstefna hans fæst aðeins við hagstærðir á yfirborði efnahagskerfisins og er ófær um að skerða raunlaun nægilega til að tryggja fyrirtækjunum þolanlegt gróðahlutfall án þess að raska stéttasamvinnukerfinu. En forsenda stéttasamvinnukerfisins er nægi- leg framleiðniaukning og ný tæknikerfi sem gera auðmagnsupphleðsluna mögu- lega miðað við gróðahlutfall sem fyrir- tækin sætta sig við og þar sem styrkleiki borgarastéttarinnar er meiri en verka- lýðsstéttarinnar verður það hlutverk keynesistanna og þess hluta verkalýðs- hreyfingarinnar sem þeim fylgja að lækka laun og skera niður velferðarkerfið, því þegar allt kemur til alls hefur borgara- stéttin úrslitavopn í hendi sér þar sem er raunveruleg hótun um lokun fyrirtækja og flutning til annarra landsvæða eða landa þar sem möguleikar eru á gróða- vænlegri fjárfestingum. Þetta mögulega vald auðmagnsins er jafnvel enn meira hjá fjölþjóða-auðhringum en smáum „þjóðlegum“ atvinnurekendum. Þróun auðvaldskerfisins á undanförn- um áratugum hefur einmitt einkennst af útþenslu fjölþjóðlegra auðhringa og sí- auknum völdum þeirra. Þessi þróun hefur óvíða verið skýrari en á Bretlandi. Framhald í nœsta hefti Réttar. 170

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.