Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 60

Réttur - 01.08.1986, Side 60
íslensku ríkisstjórninni eru settir úr- slitakostir 25. júní 1941 að biðja um bandaríska hervernd, ella verði allir flutningar til og frá landinu stöðvaðir.3 7. júlí tekur svo bandarískur floti ísland herskildi — og landið er nú hersetið bæði af breskum og bandarískum her. (Sá breski réðst á ísland og hertók það 10. maí 1940.) Ólöglegt Alþingi var svo látið samþykkja hernámið 9. júlí. 1941 - 44 Bandarískt auðvald aflar sér erindreka á íslandi, er undirbúa það að koma land- inu undir bandaríska yfirstjórn eftir stríð í formi „verndar“ eða einhverskonar samnings.4 1945 - 46 Bandaríska herstjórnin, sem sam- kvæmt samningnum 1941 „átti að fara burt með allt sitt“ hafurtask að stríðslok- um, situr kyrr með her sinn og heimtar 1. okt. 1945 að fá aðstöðu til voldugra her- stöðva á íslandi til 99 ára — þrjá lands- hluta af íslandi undir alger bandarísk yfirráð. Þeir íslendingar, sem hafa opin augu sjá að engum samningum við Bandaríkin er treystandi. t>au beita vægðarlaust of- beldi til að ná sínu fram, en reyna þó að halda grímu út á við sem „lýðræðisríki“. Er Islendingar neita, tryggir Banda- ríkjastjórn sér 5 ára frest til að beygja ís- lendinga. 1947 - 51 Bandaríska auðvaldið áttar sig á því að það verður að gera íslendinga sér andlega og efnahagslega undirgefna, til þess að ná því fram sem það ætlar sér. „Marshall-aðstoðin" er sett í gang til að ná yfirdrottnun efnahagslífsins á íslandi í hendur „íslenskra" erindreka Bandaríkj- anna, en tekst ekki nema að nokkru leyti: Aburðar- og sementsverksmiðjan verða ríkiseign gegn vilja bandarísku drottnar- anna, en gengisskráninguna sölsa þeir undir sig og fulltrúa sína.6 En áróðursvél Kanans og kappa hans er rekin af fullum krafti. Og 1949 tekst að svíkja ísland inn í Atlantshafsbandalagið gegn því loforði Bandaríkjastjórnar að hér skuli aldrei vera her á friðartímum. Þorri þingmanna lætur blekkjast af þessu loforði, sem hervald Bandaríkjanna síð- an brýtur 2 árum síðar, — hertekur ís- land 7. maí 1951 og hefur setið hér síðan í krafti ofbeldis síns, dulið með ólög- legum „samningi" sem fyrrum. Og sá her situr hér enn. 1951 - 86 Ameríska auðvaldið stefnir að því að gera íslendinga að sér undirgefinni, þý- lyndri og þægri þjóð, þrælum sem smá- saman uppfylla óskir þess og jafnvel fórni lífi sínu fyrir það, ef til kemur. Bandaríska sendiráðið kemur sér smám- saman upp fjölda erindreka í stjórnar- stofnunum, fjölmiðlum o.s.frv. Pað hefur mikinn njósnaher, enda aðgang að öllu landinu til ljósmyndunar og flestir íslend- ingar eru komnir á spjaldskrá þess með upplýsingum um skoðanir, fjölskyldu- bönd o.s.frv. Markvisst er unnið af erindrekum Kan- ans að skemmdum á tungu vorri, uppræt- ingu ástar á sjálfstæði þjóðarinnar, lítils- virðingu á sögu og arfleifð íslendinga. Reynt hefur verið að tefja þessa hættu- legu þróun, m.a. með þátttöku sósíalista í ríkisstjórn, er tafið hefur fyrir fram- kvæmd hættulegustu fyrirætlana herveld- isins. 172

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.