Réttur


Réttur - 01.08.1986, Síða 63

Réttur - 01.08.1986, Síða 63
Audvaldið elur á hatri kyndir undir metingi — því fleiri starfsgreinar sem bítast því meiri peningar í veltuna Pabbi okkar á flokk verkalýðsflokk foringjarnir þar bíta hver annan bíta aðra foringja í öðrum flokkum hvenær hafa þeir tíma til að hugsa um pabba okkar? kóngar eru stœrri en hirðmenn og gleyma því þegnunum Auðvaldið slípar tennur smákónganna gefur þeim eld til að herða tennur sínar í -— því fleiri kóngar sem skylmast því meiri peningar í veltuna Litlir strákar bræður okkar klifra upp stigann þrep fyrir þrep metorð völd embætti Auðvaldið býr til stiga með þrepum í þrepum gæta menn þess að líta ekki aftur — því fleiri þrep fyrir bræður okkar að baksa við því meiri peningar í veltuna Auðvaldið gerir menn að músum og mýs að osti þess vegna er hugssjón vor orðin að gati í miðjum gráðosti — því fleiri hugsjónir sem týnast því meiri peningar í veltuna Land vort eins og svipur hjá sjón hví gerir þú ekki auðvald þitt að ryki sem sópað verður út um næstu dyr? hví gerir þú ekki auðvald þitt að skugga sem læðist að húsabaki og verður úti næstu nótt — ?

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.