Réttur - 01.08.1987, Qupperneq 4
um til að safna saman fylgi Alþýðuflokks-
ins og Bandalags jafnaðarmanna frá síð-
ustu kosningum. Alþýðuflokkurinn mun
— fara í ríkisstjórn með íhaldinu ef hann
vinnur sigur (þetta hefur gerst — inn-
skot nú, sg.)
— leggja á virðisaukaskatt sem hækkar
matvörur um 20% (hann hefur þegar
lagt á 10% matarskatt og um næstu
áramót verður skrefið tekið til fulls —
innskot nú, sg.)
— hafna aðild íslands að kjarnorku-
vopnalausum Norðurlöndum. (Þegar
liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur ná-
kvæmlega sömu stefnuna í utanríkis-
málum og gamla stjórnin — innskot
nú, sg.)
— taka þátt í aðförinni að íslenskum
námsmönnum. (Þetta hefur einnig
gerst samkvæmt fréttum af undirbún-
ingi fjárlaga nú í haust, — innskot nú,
sg-)
í þessum kosningum bjóða fram margir
smáflokkar: Á þessu kjörtímabili voru
stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir. Þess
vegna tókst ekki að stöðva framsókn
afturhaldsins. Sama sagan má ekki endur-
taka sig. Við höfum ekki efni á því að
dreifa kröftunum.
Kosningarnar fara fram þriðja sumar-
daginn. Okkur gefst þá kostur á því að
kveðja hinn pólitíska vetur með því að
efla Alþýðubandalagið til sigurs.“
Framlengd fyrri stjórn
Svo mörg voru þau orð og því miður
var það hin dökka mynd sem kjósendur
kusu í kosningunum sl. vor. Alþýðu-
flokknum tókst ekki einu sinni að tína
saman fylgi Alþýðuflokksins og Banda-
lags jafnaöarmanna. En hann fór samt í
ríkisstjórn með íhaldinu, ríkisstjórn sem
framkvæmir þá hluti sem hér á undan var
bent á — og raunar margt fleira og verra.
Ríkisstjórninni tókst í raun að halda velli
þó að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mestu
fylgi allra flokka í kosningunum. Alþýðu-
bandalagið tapaði verulegu fylgi. Ástæð-
urnar eru innanflokksátök sem verður að
leysa nú á landsfundi flokksins sem fer
fram í nóvembermánuði næstkomandi.
Pá skiptir öllu að Alþýöubandalagiö birt-
ist sem endurnýjunarafl íslenskra stjórn-
mála. Vonandi ber flokkurinn gæfu til
þess að sameina þá í forystusveit flokksins
sem taka málstaðinn fram yfir persónu-
legt streð.
Vegna taps Alþýðubandalagsins er líf
fráfarandi ríkisstjórnar framlengt, þrátt
fyrir hrikalegan viðskilnað og stöðugar
árásir á velferðarkerfi þjóðfélagsins.
Nokkrar staðreyndir um
viðskilnaðinn
í kosningabaráttunni tókst stjórnar-
flokkunum að láta glansmyndina halda.
Stjórnarflokkarnir sögðu: Efnahagsþró-
unin er á réttri leið með vísan til minni
verðbólgu, nýs húsnæöiskerfis og batn-
andi kaupmáttar launa og aukins hag-
vaxtar. Ekki hafði fyrr verið talið upp úr
kjörkössunum en blaðinu var snúið við og
fráfarandi forsætisráöherra viöurkenndi
að efnahagsmálin væru í megnasta ólestri.
Einkum vísaði hann til halla ríkissjóðs —
upp á 3000-5000 miljónir króna — sem
stjórnarflokkarnir vildu ckki viðurkenna
í kosningabaráttunni.
Ríkissjóður
Hallinn á ríkissjóði þessa árs ncmur um
3500 miljónum króna. Hallinn á ríkis-
sjóði undanfarin ár hefur veriö sem hér
segir á verðlagi ársins 1986:
116